Won't you take me down to Memphis...?
Home again...Naturally.
Þetta var meiri törnin. Við Bruno flugum til Helsinki á þriðjudagskvöldið þannig að við gætum verið mættir í Salo á miðvikudagsmorgun. Við fengum hins vegar ekki hótel í Salo, þannig að við urðum að vera í Turku og keyra á milli. Ég verð svosem að segja að Turku virkar mun meira spennandi en Salo, en mæ god, að vera að keyra 60km heim á hótel eftir miðnætti. Meiriháttar.
Annars er ég búin að vera 3 af síðustu 4 vikum í Salo, og allt stefnir í að ég verði 3 af næstu 4 vikum þar. Ég kann vel við Finnland, bött kommon.
Ég hef einnig komist að því að kveikurinn í mér styttist umtalstvert þegar ég er þreyttur. Ég veit að það kemur öllum sem þekkja mig mikið á óvart, enda annálaður rólyndismaður.
Þeirri hugsun sló í huga mér á flugvellinum í Helsinki, að er eitthvað flugfélag sem maður vill síður fljúga með en Aeroflot?
Annars fjandi góður. Hef verið að hlusta á plötuna Twin Sons of Different Mothers með Dan Fogelberg og Tim Weisberg. Ein af plötunum sem maður heyrði heima í denn og fann síðar á stafrænu formi. Eggsellent!
<< Home