After seven days
Kom frá Finlandi í gærkveldi, náði að skila af mér töskum og komast á tónleika í tíma. Alveg ágætis tónleikar. Reyndar tókst mér næstum að sofna nokkrum sinnum, en ég kenni um að músíkin er alveg sérstaklega róleg.
Eftir tónleika var aðeins kíkt í bæinn og verkefnaskilum Elínar fagnað. Allt samt á rólegu nótunum. Ég ætla mér svo að hanga inni restina af helginni og gera helst ekki neitt. Nema að horfa á tvo leiki í ameríska fótboltanum á morgun.
Reyndar er NFL deildin loksins búin að gera það sem ég hef verið að væla yfir í fleiri ár. Loksins getur maður séð alla leikina á netinu. Þ.e. ef maður býr utan usa. Þetta eru miklar gleðifregnir, fyrir utan verðið. F***ing 25$ fyrir vikuna, eða 250$ fyrir allar 17 vikurnar. Votts in a korridor? GúGú!!! Hugsa að maður verði samt að prófa einhvern tíma.
<< Home