sunnudagur, ágúst 06, 2006

Nothing like the sun

Mikið er ég sáttur að sumarfríunum í minni deild fer stórt séð að ljúka. Síðustu tvær vikur hafa verið býsna spennandi, svo ekki sé meira sagt.

Í Köben er ennþá brakandi blíða alla daga. Aldeilis ágætt, en ég er ekkert ósáttur við að hitinn er kominn niður fyrir 20 gráðurnar á næturnar.

Um síðustu helgi voru Ólöf og Lilja vinkonur Elínar í heimsókn hér. Við Bjössi mölluðum mat í fólkið á föstudagskvöldið. Spiluðum svo póker á eftir. Reyndar kom úr dúrnum að ekkert okkar var vel að sér í reglunum. Samt býsna gaman að spila póker um salgæti. Atrið kvöldsins var hinsvegar þegar Bjössi ætlaði að henda Ugly-doll-inu Elínar til hennar, en út um gluggan fór fjandans dúkkan. Lenti þar í höndunum á einhverjum aumingja manni á göngu. Frekar fyndið.

"'Úúu...Lúkk att mæ Ugglídoll."

"Grípuru?"

"Öh, únskul...Ehm, kan du kaste dukken herop?

Ingibjörg, systir Elínar, er svo í heimsókn núna. Og ég ákvað að halda hefðinni við og bjóða uppá rótsterka tælenska súpu í gær. Fjandi góð súpa, en djöfull sterk. Hollt og gott, það held ég nú.

Svo þarf að vakna fyrir allar aldir í nótt og arka í Fona til að kaupa miða á Red Hot Chili Peppers tónleika í Forum í desember. Eins gott að það gangi eftir.

Lag dagsins: Charlie með RHCP