laugardagur, júlí 08, 2006

Beijing

Það fór auðvitað aldrei svo að þetta flug hingað út ruglaði hjá mér sólarhringnum. Seisei, nei. Reyndar fínt flug, nema að ég svaf ekkert, og að netið lá niðri í vélinni (eins fáránlega og það hljómar nú). Ég var svo á leiðinni að blogga yfir Úralfjöllum, en það verður víst að bíða heimleiðarinnar.

Hér er álíka heitt og í Köben, þrátt fyrir sólarleysi. En eruði að grínast með molluna hér? Gæti alveg eins verið að synda í gegnum loftið.

Og bæ ðe vei...Það er soldið af fólki hér. Döh! Fékk aldeilis að finna fyrir því í neðanjarðarlestinni. Þvílíka grínið! Við tókum einmitt metró-inn niður á Torg hins himneska friðar. Alveg fjandi magnað að koma þangað. Röltum svo undir götuna og tókum túrista-túrinn í Forboðnu borginni. Aldeilis ágætt. Þangað til að kom að lokun. Við skulum bara segja að löggan og túr-gædarnir tóku sannarlega alvarlega starfið að koma fólki út. Þetta var svona hálf-hlægilegt, og hálf-skerí.

Maður var udvida með símann og lofti. Svona turist-light...
















Það held ég nú.