sunnudagur, september 03, 2006

Light is changing to shadow

Algjör snilld að geta séð alla leiki HM í körfu on-demand á netinu. Reyndar fyrir 20$, en só vott?

Ég átti alveg súper ferð til Íslands um daginn. Reyndar afar stutt, og hitti mun færri en ég hefði viljað, en svona er þetta. Maður gerir bara betur um jólin...

Á morgun er svo team-building hjá deildinni minni í vinnunni. Það felst í því að við eigum að sigla seglskútu. Ágætlega spennandi. Ég gékk í dótabúðirnar í gær til að reyna að finna sjóræningja-dót við hæfi. Ég fann því miður engann lepp sem passaði, og sverðin voru ekki nógu kúl, þannig að ég sleppti þessu. Því miður. Hefði verið gaman að sjá svipinn á liðinu.

Svo þegar maður er búinn að kjöldraga liðið annað kvöld verður hoppað beint á Kastup og stefnan tekin á partípleisið Salo í Finnlandi. Jíbbbí! Sú ferð verður reyndar til þess að það verður tæpt hvort ég næ á tónleikana með Anthony and the Johnsons á föstudagskvöld. Spennan verður í hámarki. Það held ég nú...

Lag dagsins? On the turning away með Pink Floyd.