mánudagur, apríl 30, 2007

Hmmm...

Lovlí.

Félagi minn sem átti að verða mér samferða til Kóreu kemst ekki með. Þannig að ég fer einn þangað. Hitti reyndar aðra félaga mína þar úti. Sem betur fer. Ekki nenni ég að vera einn þarna í 10 daga.

Það held ég nú.

sunnudagur, apríl 22, 2007

Who owns that spell?

Lisa Germano með tónleika á Loppen í kvöld. Held að ég skelli mér.

Drinking from a Broken Cup

Þessa dagana labba ég vanalega heim úr vinnu. Allavega þá daga sem ég hjóla ekki. Ágætt að fá smá hreyfingu eftir hafa einungis labbað 17 sinnum að kaffivélinni og til baka allann daginn.

Á leiðinni úr vinnunni geng ég framhjá tveimur torgum sem eru ekkert sérstaklega upplífgandi. Núna þegar veðrið er að batna, þá er með ólíkindum hversu margt fólk sem er verulega ölvað er að sjá á þessum stöðum. Að sjá fólk sofandi á götunni um miðjan dag (og reyndar svosem hvenær sem er) er undarlegt. Ég hef ekki alveg annað orð yfir það.

Matur kvöldsins: Satay með jarðhnetusósu og þorskur gufusoðinn í bananablöðum. Nokkuð sáttur við útkomuna.

Bassalína dagsins: 5th Season með Paul Weller.

Ágætt.

föstudagur, apríl 13, 2007

"Talk to me, Goose!"

Sit hér og horfi á Ronin með öðru og Celtic-Sixer með hinu. Fannst Ronin frekar slök í bíó á sínum tíma, en hún er svosem mátuleg fyrir annað augað á föstudagskveldi.

(Bæ ðe vei, Celtic-Sixers; Bird vs. Dr. J it ain't...ó, mæ.)

Mér varð það ljóst rétt í þessu, að líklega verð ég í Suður-Kóreu þegar Pearl Jam tónleikarinir (sem ég á miða á) verða hér í Köben. Það er mér meinhægt að segja, að ég er ekki alveg sérstaklega ánægður með þessa þróun mála.

En ef ég kemst á Ozzy þann 13 júní, þá er ég sáttur.

Í tilefni þess eru lög dagsins Garden með Pearl Jam og Bark at the Moon með Ozzy. Eggsellent!

miðvikudagur, apríl 11, 2007

Droppin' dimes

Hvað er með dálkahöfunda á netinu sem sí og æ tala um sjálfa sig í fleirtölu?

"Við erum þeirrar skoðunnar, ....."

Æi, kommon. Okkur finnst þetta hálf-hallærislegt. Svona eins og að láta skína í að fleiri séu á sömu skoðun og höfundurinn.

Júnæted 7, Róma 1. Ææjæjæ. Greyið Ítalarnir. Þvílík yfirspilun. Þeir verða víst að eiga það, að þeir spiluðu ágætlega, piltarnir.

mánudagur, apríl 09, 2007

the wind was with you

Fína vorveðrið hér. Rigning og fínerí. Búið að vera þvílíka letilífið um páskana.

Merkilegar fréttir í Ingeniøren þessa dagana. Fyrst frétt um að ameríkanar séu komnir með málningu sem blokkerar radíóbylgjur. Það er eitthvað sem segir mér að hún sé ekkert eitruð sú. Sei,sei nei.

Svo rakst ég á að einhverjir herramenn hafa tekið sig til og stolið aðal-tölvunni á DTU. Það finnst mér nú óttaleg leiðindi.

Ég er ekki ánægður með að missa af fyrsta aðalfundi SUÚ í 10 eða 12 ár.

föstudagur, apríl 06, 2007

Electric beduin drum

Ég held að ég hafi ekki eytt jafn miklum tíma í að rúlla í gegnum hin og þessi blogg eins og í kvöld. Alltaf gaman að því að nördast við tölvuna. Nema, að það að lesa blogg er ekki beint að nördast. Nei, að nördast er að setjast með stóra kaffikönnu, 3 eintök af Antennas and Propagation Journal og tölvuna klára í að reikna í tvo sólahringa, ef maður finnur eitthvað af viti til að setja í hana. But I digress...

Með bloggið, það er fyndið þegar maður fer á flakk. Þ.e., manni dettur ólíklegasta fólk í hug og athugar hvort maður finnur það á netinu. Og oft er það staðreynd. Það getur oft orðið afar áhugavert.

Mér finnst þetta ágætis tímapunktur til að kvarta yfir annars ágætri tölvunni minni. "K"-ið er ekki alveg að virka sem skildi. Þessa dagana þarf ég að þrýsta 2-3 sinnum á "k"-ið áður en það skilar sér á skjáinn. Mér finnst þetta frekar hvimleitt.

Tveir hlekkir:

Misgamlar körfuboltamynir. Tær snilld : http://www.kki.is/myndasafn.asp

Bill Simmons. Nú les ég líklega mun meira um sport en hollt getur talist. Ég verð þó að segja að það hefur farið minnkandi eftir að ég hætti í skóla og fór að vinna. Þessi er samt skyldulesning. Hann og Kalli Jóns hafa sama uppáhaldslið. http://sports.espn.go.com/espn/page2/simmons/index

Lag dagsins er tvímælalaust Rock the Casbah með Clash. Ekki vænlegt til vinsælda í karokí samt.