mánudagur, desember 24, 2007

Ég vona að þið eigið gleðileg jól.

þriðjudagur, desember 18, 2007

Forward He Cried

Ef ég á að segja alveg eins og er, þá finnst mér þetta óttalega súr tilraun til að blanda pólitík inní fótbolta.

Annars var mér hugsað til þegar ég ræddi við einn verkefnastjórann okkar um "leadership". Reyndar finnst mér þetta orð vera orðið leiðinda "buzzword", og sérstaklega í fjandans íþróttunum þar sem maður les varla málsgrein án þess að allir og frændur þeirra útnefni sig þvílíka leiðtoga. Þvílíkt húmbúkk, ef einhver spyr mig.

Það fyndna við þennan ágæta verkefnastjóra var, að hann er líklega einhver neikvæðasti maður sem ég hef kynnst, en samt var hann ekki til í að fallast á að stundum þyrfti maður hreinlega að láta fólk heyra það. Ég er allur fyrir "positive re-enforcement" og allt í þeim stílnum, en kannski er maður bara of skemmdur eftir blessaða Austur-evrópsku körfuboltaþjálfarana í denn. Hmmm....

Ísland annað kvöld. Það er ekki laust til að það sé kominn jólafílingur í mann. Síðasta vika var með erfiðara lagi. Eftir alveg súper helgi þar sem Sjonni og Begga voru hér í heimsóka tók við vinnuvika Satans í Salo. Brrrrr...

Lofa engu, en kannski að maður reyni að púsla saman pistli milli jóla og nýárs. Sjáum hvað setur.

Lag dagsins er Start with Me með Del Amitri.

Bækurnar á náttborðinu eru Anntenna Theory and Design og Planar Antennas for Wireless Communications. Athyglsvert að sjá hvort eitthvað fæst úr þeim.

fimmtudagur, desember 13, 2007

Early in the Morning

Mikið afskaplega er ég feginn að ég lét það eiga sig að fara á Næturklúbbinn í Salo með vinnufélögunum í gær.

Ég var í það minnsta gríðarlega mikið hressari en þeir í morgun.