miðvikudagur, febrúar 28, 2007

How's the view there?

Það væri engin lygi að segja að ég hafi verið pirraður í dag. Urrrr!!!

"My little Korean friend" var alveg að fara með mig í dag. Þessi ágæti maður vinnur vanalega í verksmiðjunni í Masan í Kóreu, er núna í þjálfun hjá okkur. Ég svosem ekki haft neitt slæmt af honum að segja, annað en að enskan er býsna slæm. Og þá er lítið sagt. Mér þótti hins vegar nóg boðið í dag þegar bjóða sjálfum sér í mína tölvu í vinnunni meðan ég skrapp frá. Garanterað að koma mér í slæmt skap, anytime.

Ég var annars í Eistlandi í síðustu viku. Reyndar stuttur túr. Fór á fimmtudagsmorgun og kom aftur á föstudagskvöld. Fjandi kalt, en ég náði þó að sjá það mikið af gamla bænum í Tallinn að ég væri meira en til í að koma þangað aftur.

Sá part af íslenska X-factor í gærkvöldi. SvítMeríMoðeroffDjíús. Þetta hefur örugglega lagt grunninn að leiðindaskapsmununum í dag. Þvílík leiðindi! Úff.

Lag dagsins er The Ascent of Stan með Ben Folds. 'Nuff said.

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Dudd-du-du-du-dudd-dudd

Það er óneitanlega smá svipur með Eiríki Hauks og Oliver Kahn.

Finnst þó Eiki Hauks virðast öllu viðkunnalegri.

Lag dagsins: The Riddle með Five for Fighting.

sunnudagur, febrúar 18, 2007

It could be worse, I could be Sting.

Fyrir 2 vikum kom Skómógúllinn og gisti hér eina nótt. Fínt að fleiri vinir manns nenni að kíkja við. Kíkti með Kidda og bandinu á Spiseloppen. Býsna fyndið þegar gaurinn sem spilaði dinnermúsík tók sér hlé. Fyrst byrjaði trommarinn að spila á píanóið, og svo tók hljómborðsleikarinn við. Og sat og spilaði í 15-20 mínútur meðan músak-gaurinn sat með fýlusvip yfir bjórnun sínum. High comedy.

Ég var svo í Salo í síðustu viku. Aldeilis ágætis vika. Maður var venjulega kominn á hótelið fyrir klukkan níu á kvöldin. Næsta ferð er svo til Tallinn í Eistlandi núna á fimmtudag. Ágætt að sjá nýja staði.

Á laugardaginn var svo haldið í afmæli hjá Sjólaugu. Þvílík veisla hjá henni og Peter. Matur og gleði.

Mér líst fjandi vel á tónleikana sem eru á dagskránni hér á næstunni. Tim Finn er hér 1. mars. Van Morrison í mars. Dylan í apríl. Og Ozzy Osbourne í júní. Spurning hvort hann klikkar í þetta skiptið, eins og í hin skiptin sem hann átti að spila hér. Svo eru auðvitað tónleikarnir sem ég hef kannski ekki svo mikinn áhuga á: Jerry Lee Lewis, Snoop Dogg og Diddy, Cliff Richards og Liza Minelli.

Lag dagsins. Hmmm. Segjum Miracle Man með Ozzy. Og krossum putta að kvikindið komi í sumar. Þá verður Ozz-Walkið tekið í Forum.

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Clearly I remember

Þakkir til Hilmars fyrir að mæta hér um kvöldið með verkfærakassann. Allt annað að sjá íbúðina.

Ég var að hlusta á lag með Scissor Sisters á leiðinni heim úr vinnu í dag. Og það getur bara ekki annað verið en bandið hafi verið að hlusta á All the girls love Alice með Elton John. Ansi mikið í sama stílum. Sem gerir lagið auðvitað ágætt.

Í dag er ár síðan ég byrjaði hjá Nokia. Ágætis ár alveg hreint. Rétt tæplega 50 ferðadagar í vinnunni. Það verður fróðlegt hversu margir þeir verða í ár.

SuperBowl á sunnudag. Well, aðfaranótt mánudags. Hætt við að ferskleikinn verði ekki í fyrirrúmi þann daginn.

Í tilefni Pear Jam miðanna sem komu í hús í vikunni, þá er lag dagsins Garden af plötunni Ten. Smúð.