sunnudagur, febrúar 18, 2007

It could be worse, I could be Sting.

Fyrir 2 vikum kom Skómógúllinn og gisti hér eina nótt. Fínt að fleiri vinir manns nenni að kíkja við. Kíkti með Kidda og bandinu á Spiseloppen. Býsna fyndið þegar gaurinn sem spilaði dinnermúsík tók sér hlé. Fyrst byrjaði trommarinn að spila á píanóið, og svo tók hljómborðsleikarinn við. Og sat og spilaði í 15-20 mínútur meðan músak-gaurinn sat með fýlusvip yfir bjórnun sínum. High comedy.

Ég var svo í Salo í síðustu viku. Aldeilis ágætis vika. Maður var venjulega kominn á hótelið fyrir klukkan níu á kvöldin. Næsta ferð er svo til Tallinn í Eistlandi núna á fimmtudag. Ágætt að sjá nýja staði.

Á laugardaginn var svo haldið í afmæli hjá Sjólaugu. Þvílík veisla hjá henni og Peter. Matur og gleði.

Mér líst fjandi vel á tónleikana sem eru á dagskránni hér á næstunni. Tim Finn er hér 1. mars. Van Morrison í mars. Dylan í apríl. Og Ozzy Osbourne í júní. Spurning hvort hann klikkar í þetta skiptið, eins og í hin skiptin sem hann átti að spila hér. Svo eru auðvitað tónleikarnir sem ég hef kannski ekki svo mikinn áhuga á: Jerry Lee Lewis, Snoop Dogg og Diddy, Cliff Richards og Liza Minelli.

Lag dagsins. Hmmm. Segjum Miracle Man með Ozzy. Og krossum putta að kvikindið komi í sumar. Þá verður Ozz-Walkið tekið í Forum.