þriðjudagur, desember 12, 2006

Heaven is in the palm of your hand

Síðasta föstudag var jólahátíð Nokia. Aldeilis hreint ekki svo leiðinlegt. Kallaði hins vegar á smá flensu á laugardeginum. Sú pest lagaðist þó um kvöldið þegar Red Hot Chili Peppers tónleikarnir hófust. Aldeilis ekki leiðinlegt að sjá þessa kappa loksins lifandi. Reyndar fannst þeim félögum frekkar skemmtilegt að djamma milli laga, sem var í lagi í byrjun, en mér þótti svo að verða eilítið þreytt þegar leið á. En ekki vantaði spilagleðina. Súper sjó.

Kaupmannahöfn er aldeils komin í jólahaminn. Við röltum í bæinn á sunnudaginn og það var ánægjulegt að sjá að jólageðveikin er ekki séríslenskt fyrirbæri. Bærilegur fjöldi fólks í bænum. Ég verð að viðurkenna að mig langaði meira á skauta en að versla jólagjafir. Gerði auðvitað hvorugt.

Spennan er í algleymingi hvort að ég hafi af að senda jólakort þetta árið. Eftir að hafa átt jólakort í skúffu á kollegíinu í 4 ár í röð án þess að hafa mig í skriftir, þá splæsti ég í ný. Vona að sé trikkið.

Lag dagsins, nei, lag aðventunnar er AUÐVITAÐ Oh Holy Night með Herberti Slockenheimer. Kemur mér alltaf í gott skap.

PS: Hvað er með einhverja kóra að syngja Metallicu-lög??? Gú-gú!