Keeping the dream alive
Úfff...Þvílík át-helgi.
Fórum í mat til Hilmars í gær, þar sem hann bauð uppá íslenskt lambalæri. Og pönnukökur með ís í eftirrétt. Þvílík veisla.
Nema, að í dag var svo kíkt í dim-sum með Bjössa og fleirum. Maður át auðvitað vel yfir sig þar. Nema hvað. Þaðan var svo haldið á pöbbinn til að horfa á Man.Júnæted og Tjellsí.
Og nú situr maður heima yfir amerískum fótbolta og nýbúinn að torga einum mexíkönskum rétti. Jebb, ég myndi segja að matarlystin sé að koma aftur, hægt og rólega.
Ágætis dagur, alveg hreint.
Lag dagsins er tvímælalaust Sagan af Jesúsi, jólalag Baggalúts frá því í fyrra. Kemur manni alltaf í gott skap.
<< Home