þriðjudagur, janúar 31, 2006

it's such a fine time

Og þá þarf maður að drattast á lappir fyrir allar aldir til að mæta í vinnu á morgun. Ágætt reyndar. En töluverð tilbreyting. Ég mætti á staðinn í síðustu viku til að skoða deildina og heilsa uppá mannskapinn. Það varð ágætis túr, sem endaði með heimsókn í mötuneytið. Það er ljóst að mötuneyti fyrirtækisins lítur út fyrir að vera töluvert betra en mötuneytið í DTU. Ó, jæja. Mér var einnig afhentur sími, sem ég er ekki enn búinn að læra að höndla skammlaust. T.d. grunar mig að fólk hafi verið að fá sömu sms-in minnst tvisvar síðustu daga. Verkfræðingurinn að rokka.

Ég hló eins og fáviti að Gunna litla fyrir að hafa klikkað á að skila skattkortinu sínu til A-kassans, og hafa þannig lent í að fá 60% dregið af bótunum. Það er ljóst að ég hló ekki alveg jafn mikið í gær, þegar ég uppgötvaði að það sama hafði hent mig. Gunni hló auðvitað þeim mun meira. The lesson, as always: I'm an idiot.

Keypti mér nýja munnhörpu um daginn. Lag dagsins er því Heart of Gold með Neil Young.

mánudagur, janúar 23, 2006

Úti er alltaf að snjóóaaa

Fín helgi að baki. Þrátt fyrir "sne-storm" sem gekk yfir borgina frá fimmtudagskvöldi, þá lét maður það ekki á sig fá og náði aðeins að tjútta. Reyndar svosem ástæða til, því að samningar náðust á fimmtudagsmorgun, og ég því með uppáskrifaðann samning. Veisla! Sem þýðir auðvitað að síðustu dagar mánuðarins verða að vera vel notaðir.

Á laugardagskvöld var farið á Spiseloppen í Kristjaníu. Kominn tími til, þar sem búið er að tala um þetta í nokkur ár. Tilefnið var skírn krónprinsins. Býsna góð veilsa þar sem fullt af fólki sem ég þekkti mismikið var mætt. Gott rokk. Myndir frá kvöldinu má sjá hér.

Talandi um myndir, þá er Beggi með fullt af myndum frá Portúgal á sinni síðu.

þriðjudagur, janúar 17, 2006

og hefst nú mátunin...

Kominn med vinnu. Veisla. Byrja 1.febrúar.

Allt ad gerast.

fimmtudagur, janúar 12, 2006

if I should linger

Í flutningum sem ég stend í núna fann ég bók sem ég gleymdi að ég ætti en var þvílíkt sáttur við að finna: Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni.

Bókmenntirnar gerast varla mikið betri. Nema mögulega The Complete Book of Farting.

miðvikudagur, janúar 11, 2006

When tomorrow comes

Gaman að sjá menn keppast við að dissa mann fyrir blogg-leysi. Það er nú bara þannig að ég er búinn að vera ótengdur síðan fyrir helgi, og að auki stendur maður í flutningum í ónettengt húsnæði. Meiriháttar.

Annars var ferðinni heitið til Portúgal síðasta fimmtudag. Tilefnið var væntanlegt brúðkaup Hrannar og Fernando. Ég spratt á fætur fyrir allar aldir til að ná flugi frá Kastrup til Stansted í London. Þar þurfti ég að bíða lungann úr deginum eftir flugi Ryanair til Porto. Það var svosem alltílagi, þar sem ég náði að versla mér fjórar bækur á flugvellinum og finna mér ágætispöbb til að sitja og lesa. Á Stansted hitti ég svo Begga, Ernu og Fríðu, sem mættu til London deginum áður. Við tókum svo gripaflutningavél Ryanair til Porto á fimmtudagskvöldið.

Í Porto tóku vinir Fernando á móti okkur og komu okkur í íbúð Fernando í Portó. Þangað kom svo Hildur seinna sama kvöld. Þá var öll DTU-mafían sem ætlaði í brúðkaupið mætt á svæðið. Daginn eftir var miðbær Porto skoðaður eilítið áður en rútan var tekin til Braganca. Sú ágæta rúta var greinilega hönnuð af sama sadista og hannaði Ryanair flugvélina. Sumsé ekkert fótapláss.

Morguninn eftir var brúðkaupið. Það var býsna spes að vera viðstaddur kaþólskt brúðkaup sem fram fór á portúgölsku (að mestu). Presturinn var algjör töffari með tyggjó. Frekar kúl. Og Portúgalarnir héldu að hann væri að tala íslensku þegar hann var að tala enskuna. High comedy. Og svo fengum við að grýta hrísgrjónum.

Um veisluna er helst það að segja að það var gríðarlega mikill matur, og ekki minna vín. Allir komust þó skammlaust frá veislunni. Það er þó líklega engu logið þegar ég segi að heilsan var mjög misgóð hjá fólki daginn eftir. Og líklega trúir mér ekki nokkur maður þegar ég segist hafa verið vaknaður uppúr átta um morguninn. Þannig að ég sleppi að segja frá því.

Lag ferðarinnar: Aðventulag Baggalúts.

Kast ferðarinnar: Erna við tjékk-innið í Porto á leiðinni heim. Reyndar átti kastið fullan rétt á sér, en engu síður frekar ógnvænlegt.

Fýla ferðarinnar: Stelpan sem fór heim úr brúðkaupinu í fýlu þegar hún náði ekki brúðarvendinum þegar honum var kastað.

Kjarneðlisfræðingar ferðarinnar: Allt DTU-hyskið sem ekki fattaði hvernig átti að höndla svefnsófa íbúðarinnar. Sauðir, sauðir I tell you... (og já, ég er þar á meðal.)

Bjór ferðarinnar: Super Bock. Ekki spurning.

Fall ferðarinnar: Þegar Fríða hitti ekki rúmið. Tær snilld. Beggi fær að auki rokkstig fyrir að hafa náð mynd af fallinu.

Bögg ferðarinnar: Fjandans gítarinn sem ég sá á fáránlegu verði. #$!#$%

Innkaup ferðarinnar: Gufustraujárnið sem við Beggi keyptum í Braganca til að fólk yrði vel straujað í brúðkaupinu.

"Hvað meiniðið?" ferðarinnar: Fjöldinn af smokkasjálfsölunum þarna. Eruði að grínast í mér? Útum allt, og ríflega það.

Hildur að spyrja til vegar.

Beggi og Erna.

Beggi og Erna II.

Hildur í rútu Satans.

Erna, Beggi og ég sjálfur.


Þetta var það sem tók á móti okkur um laugardagsmorguninn fyrir utan hótelið í Braganca. Öðruvísi.


Hótelið í Braganca.

Erna með brúðarvöndinn. Tsk, tsk...Og Fríða, eiturhress.

Frú Meira (Hrönn), Halla og mamma Hrannar.

þriðjudagur, janúar 03, 2006

jæja, já.

Óskaplega eiga stígvéladrengirnir erfitt með að ákveða sig. Maður er við það að verða þreyttur á þessu kjaftæði í þeim.

Hnuss.

mánudagur, janúar 02, 2006

there goes Robert E. Lee

Ég var að velta því fyrir mér að gera upp síðasta ár hér. En svo rann það upp fyrir mér að nenni því engan veginn. Ég get þó sagt að árið 2005 var hreint ekki svo slæmt ár. Hitti gamla vini, kynntist nýju fólki, kláraði verkfræðina, fór á fullt af góðum tónleikum. Bara ágætt, takk fyrir.
Ég kom út til Köben fyrir áramót, sem var svosem alltílagi. Navid, sem er gamall bekkjarfélagi úr tæknifræðinni, hélt áramótaveislu heima hjá sér. Rétt um 20 manns í mat. Sem var vel af sér vikið miðað við stærð íbúðarinnar. Svo bættist bara við eftir sem leið á kvöldið. Þarna voru allra þjóða kvikindi. Danir, Svíar, Íslendingur, Kínverjar og Chile-verji. Sem varð til þess að það maður var að verða frekar ruglaður í tungumálunum þegar leið á.
Í tölvunni hljómar Days like this með Van Morrison. Það held ég nú.