mánudagur, janúar 02, 2006

there goes Robert E. Lee

Ég var að velta því fyrir mér að gera upp síðasta ár hér. En svo rann það upp fyrir mér að nenni því engan veginn. Ég get þó sagt að árið 2005 var hreint ekki svo slæmt ár. Hitti gamla vini, kynntist nýju fólki, kláraði verkfræðina, fór á fullt af góðum tónleikum. Bara ágætt, takk fyrir.
Ég kom út til Köben fyrir áramót, sem var svosem alltílagi. Navid, sem er gamall bekkjarfélagi úr tæknifræðinni, hélt áramótaveislu heima hjá sér. Rétt um 20 manns í mat. Sem var vel af sér vikið miðað við stærð íbúðarinnar. Svo bættist bara við eftir sem leið á kvöldið. Þarna voru allra þjóða kvikindi. Danir, Svíar, Íslendingur, Kínverjar og Chile-verji. Sem varð til þess að það maður var að verða frekar ruglaður í tungumálunum þegar leið á.
Í tölvunni hljómar Days like this með Van Morrison. Það held ég nú.