Ó, tannenbám...
Föstudagskvöldið var tekið með semi-trompi. Hitti Bjössa í bænum og við stefndum auðvitað með það sama á Sams-bar. Vorum í sérstaklega góðu formi. Aðallega Bjössi. Ég er nokkuð viss um að drengurinn setti nýtt met í flestum lögum sungnum á einu kvöldi. Svo áberandi voru hann og Björk systir hans við hljóðnemann, að fréttamanni frá BT fannst rétt að taka viðtöl við þau. Hrein snilld!
Maður var því hæfilega morkinn þegar stefnan var tekin á Kastrup flugvöll í gærmorgun. Og þvílíkur dagur á Kastrup. Fyrst var staðið einn og hálfan tíma í tjékk-in röðinni. Það var ekki hressandi. Svo tók við ríflega 3 tíma seinkun á vélinni. Meirháttar gaman að vera stökk á dýrasta stað í Evrópu í fjóra tíma. Þetta hafði þó í för með sér að maður drakk frítt í flugvélinni og var því allur að hressast við lendingu í Keflavík.
Þar tók Sjonni á móti manni og maður var drifinn í lambahrygg og fínerí. Þvílík veisla. Við sátum svo frammeftir nóttu að ræða málin. Og drekka koníak. Því fylgdi auðvitað töluverð flensa í morgun.
Það var svo brunað norður í dalinn með pabba í dag. Eggselennt.
<< Home