meet me at the coffee shop
Valli Ingimundar er án efa einhver almagnaðasti körfuboltamaður sem Ísland hefur alið. Ég var svo heppinn að hafa kappann sem þjálfara og að spila með honum þegar ég var á Króknum.
Ég datt inná kkí vefinn og lenti inná tölfræðinni hjá kvikindinu. Gjörsamlega útí hött. Enda maðurinn líklega einhver mesti keppnismaður sem ég hef kynnst.
Í tölfræðinni eru samt áhugverðir punktar. Þar sem ég þekki af eigin reynslu hversu mikið var lagt í tölfræðina í körfunni fyrir, svona 15 árum síðan, þá tekur maður kannski ekki öllum tölum þarna sem heilögum sannleik. Hins vegar veit ég hvort ég á erfiðara með að trúa að Valli hafi átt leik með 12 stoðsendingum eða leik með 20 töpuðum boltum.
Annars frekar gaman að skoða þennan vef.
<< Home