fimmtudagur, desember 08, 2005

I started a joke

Ég var að fara í gegnum myndasafnið á tölvunni minni. Og ég komast að því að þar leynast nokkrar myndir sem eiga fyllilega heima hér. Eða ekki, en fá samt að birtast hér. Myndirnar eru ansi misgamlar.


Fyrstu myndirnar eru frá því er Molduxar komu við í Lyngby til að kenna mönnum hér körfuknattleik. Ég fékk sérstakt leyfi til að spila með Uxunum, sem udvida er mikill heiður. Hér er spiluð alltof góð vörn á mann, sérstaklega þar sem kvöldið áður voru Molduxar miklir höfðingjar að vanda og buðu bjór.



Eftir að leik lauk með naumum ósigri Molduxa, áttu Uxarnir tímælalaust múv dagsins, er teknir voru fram tveir kassar af heilsudrykk, og hafinn söngur. Var almenn ánægja með veitingarnar, en hið alþjóðlega lið DTU-drengja vissi ekki alveg hvaðan veðrið stóð yfir söngnum.



Hér sést Gústi Guðmunds vera að fara í gegnum fínní punkta frákastatækni sinnar með mér, Nikolaj, Kim S. og Mariusi. Þótti DTU-drengjum stórmannlegt að jafn reyndur leikmaður á alþjóðlegum vettvangi og Ágúst tæki tímann í að deila atvinnuleyndarmálunum með áhugamönnunum. Að sjálfsögðu var heilsudrykkur hafður um hönd meðan málin voru rædd.



Hér kveður við annan tón. Hér er Hilmar staddur heima hjá Gunna litla að virða fyrir sér skreytingarnar fyrir julefrokostinn sem haldinn var daginn eftir. Ef ég man rétt er drengurinn að mæla fyrir mistilteininum.



Ég man alls ekki eftir að hafa tekið þessa mynd af Ylfu og Steinunni, þannig að þetta er væntanlega úr sama julefrokost. Jebb, stöðugur straumur af Álaborgar ákavíti hressir mann og kætir (ööö, uppað vissu marki, allavega).



Hér gefur á að líta hinn margfræga turn í Tívolinu. Þetta er víst eina tækið sem ekki er opið í jólatraffíkinni. Get ekki sagt að mér sé ekki sama.



Kaupmannahöfn á haustdegi. Þessi mynd skilar því svosem ekkert almennilega, en þessi borg á það til að vera fjandi næs.



Ég "neyddist" til að kíkja aðeins á lífið með þessum stúlkum í sumar. Það var alls ekkert leiðinlegt, sérstaklega þar sem ég hafði fyrr um daginn loksins leyst aðalvandamál lokaverkefnisins mín, og því tilefni til að lyfta sér aðeins upp. Allir flottu staðirnir voru þræddir, það held ég nú.



Hrönn, Erna og Gunni litli. Þessi mynd er afar merkileg fyrir þær sakir, að þetta er líklega eina myndin sem nokkurn tímann hefur náðst af Hrönn þar sem hún hylur ekki andlit sitt.

Ef ég væri enn að læra, þá ætti hávaðabelgur nágranni minn á hættu að fá á baukinn einn daginn. Sauðnautið tekur uppá því að hefja píanóleik uppúr miðnætti, og stendur glamrið venjulega frammundir fjögurleytið. Halló??? Ekki það að maður hafi ekki einstaka sinnum verið með gítarpartí frammundir morgun hér á herberginu, en ekki nótt eftir nótt. Og allra síst rétt fyrir próf. Ef ég væri ekki svona djöfull tolerant væri ég sjálfsagt búinn að æsa mig. Ég hef einhvern veginn á tilfinningunni að þessi drengur sé ekki að eltast við ellefurnar hér...

(úff, talandi um að skíta úr glerhúsi...)

Lag dagsins er From out of nowhere með Faith No More.