laugardagur, nóvember 26, 2005

her face at first just ghostly

Pat Morita látinn. Blessaður kallinn. Ekki mundi ég eftir því að kallinn hafi verið tilnefndur til Óskars fyrir Karate Kid. Töluvert afrek verð ég að segja. Með þvílíkar línur sem "vaggs on, vaggs off".

Í einni atvinnuumsókn sem ég var að skoða var óskað eftir fólki með eftirfarandi hæfileika: "Taking projects from cradle to grave." Er það bara ég, eða finnst fólki ekki eitthvað að því að orða þetta svona?

Það fyrsta sem mér datt í hug við að lesa þessa frétt, var að rapparinn er auðvitað fáviti. Hins vegar hittir hann kannski naglann býsna vel á höfuðið við að segja að þeir séu um margt líkir. Annað mál, getur verið að fólki sé bannað að kjósa í kanalandi ef það er á afbrotaskrá? Maður spyr.

Mér var boðið í þessa líka fínu þakkargjörðarveislu á fimmtudaginn. Takk fyrir mig. Kalkúnn og stöffing og alles. Virkilega góð veisla. Ég var þó takmarkað þakklátur fyrir heilsuna sem fylgdi í gær. Ég get þó huggað mig við að ég hafði það líklega töluvert betur en sumir aðrir veislugestir. Ég var í það minnsta ekki að fljúga milli landa í gær. Ég hefði auðvitað getað sagt stúlkunum að drykkjuleikir kvöldið fyrir flug er eitthvað sem ber að forðast. Ekki að ég hafi prófað það sjálfur. Meira svona kommon sens.

Meiriháttar að skrá sig á atvinnuleysisbætur og fá svo reikning frá kassanum uppá 19000 kall. Fabjúlús.