Ertu góður í - nettan búlemí ?
Jæja...
Fór í viðtal hjá Nokia í dag. Eða gær, ætti það víst að vera, þar sem það er komið fram yfir miðnætti. Svosem ekkert mikið um það að segja, nema að þeir sögðu mér helling um fyrirtækið sem ég vissi fyrir og ekki svo mikið sem ég vissi ekki. Auðvitað fylgdu svo hellingur af spurningum sem miserfitt var að svara. Ég vona að maður hafi komið þokkalega frá þessu. Það góða við allann prósessinn, er að það verður gengið frá ráðningu í næstu viku, þannig að á hvorn veginn sem fer, þá veit ég í næstu viku hvort ég verð kominn með vinnu, eða enn að leita.
Eftir viðtal labbaði ég niður í bæ og þar sem ég var að þvælast þar ákvað ég að kíkja við á vinnustofuna Sossu. Þar tóku bæði Óli og Sossa á móti mér með kostum og kynjum, eins og þeirra er von. Mér algerlega að óvörum mætti Bjössi svo á svæðið. Gríðarlega gaman að því. Sossa og Óli sýndu svo gríðarlegan höbbðingsskab með því að bjóða í sushi. Maður lifandi hvað það var gott. Eftir mat brugðum við Bjössi fyrir okkur gríðarlegum þroska, og bárum af okkur allar tilraunir Bjarkar, systur Bjössa, og vinkonu hennar til að draga okkur á lífið, og helst á Sams bar.
Ókei, þroski mæ ess. Ef ég hefði verið búinn að tala við bankann hefði ég örugglega slegið til. Ó vell, í staðinn horfðum við á fótbolta. Alltaf gaman að kíkja á boltann með Bjössa. Maður er auðvitað þekktur fyrir sanngirni í kommentunum.
Lag dagsins er tvímælalaust Kósíheit Par Eggselanns. Alveg súper.
<< Home