Hark og handjárnin
Ágætiskvöld í gær. Jan, Tékkinn skotglaði í körfuboltaliðinu hér í DTU, bauð í mat. Tilefnið var að Lubos, annar Tékki, og Oto, sem er Slóvaki, áttu leið um Kaupmannahöfn. Báðir höfðingjarnir spiluðu með Piibbk, sem er fáránlega nafnið á körfuboltaklúbbnum hér við DTU.
Fjandi gaman að hitta strákana aftur, en það eru orðin tvö-þrjú ár síðan þeir voru hér síðast. Það var svo algjör snilld, var að Oto var að koma frá Íslandi með ferjunni. Hann var búinn að vera að vinna síðustu mánuði hjá einhverju verkfræðifyrirtæki heima og var flottur á því. Tók bílinn með og þvældist um landið þvert og endilangt.
Fínt að éta óhóflega og drekka hóflega af tékkneskum bjór. Gott mál.
Ludology: The study of games. Jæja, já...
<< Home