Gleðileg jól
Ég er sannarlega búinn að vera latur við að skrifa jólakort síðustu árin. Ég tók reyndar með mér kortin sem ég keypti fyrir þremur eða fjórum árum síðan, svona ef ég kæmi mér í það að skrifa. Það hefur ekki gengið eftir, en kannski sendi ég nýárskort í staðinn. Kannski.
Ég vona að allir eigi gleðileg jól. Ég hitti ykkur vonandi sem flest eiturhress á nýja árinu.
<< Home