þriðjudagur, janúar 31, 2006

it's such a fine time

Og þá þarf maður að drattast á lappir fyrir allar aldir til að mæta í vinnu á morgun. Ágætt reyndar. En töluverð tilbreyting. Ég mætti á staðinn í síðustu viku til að skoða deildina og heilsa uppá mannskapinn. Það varð ágætis túr, sem endaði með heimsókn í mötuneytið. Það er ljóst að mötuneyti fyrirtækisins lítur út fyrir að vera töluvert betra en mötuneytið í DTU. Ó, jæja. Mér var einnig afhentur sími, sem ég er ekki enn búinn að læra að höndla skammlaust. T.d. grunar mig að fólk hafi verið að fá sömu sms-in minnst tvisvar síðustu daga. Verkfræðingurinn að rokka.

Ég hló eins og fáviti að Gunna litla fyrir að hafa klikkað á að skila skattkortinu sínu til A-kassans, og hafa þannig lent í að fá 60% dregið af bótunum. Það er ljóst að ég hló ekki alveg jafn mikið í gær, þegar ég uppgötvaði að það sama hafði hent mig. Gunni hló auðvitað þeim mun meira. The lesson, as always: I'm an idiot.

Keypti mér nýja munnhörpu um daginn. Lag dagsins er því Heart of Gold með Neil Young.