When tomorrow comes
Gaman að sjá menn keppast við að dissa mann fyrir blogg-leysi. Það er nú bara þannig að ég er búinn að vera ótengdur síðan fyrir helgi, og að auki stendur maður í flutningum í ónettengt húsnæði. Meiriháttar.
Annars var ferðinni heitið til Portúgal síðasta fimmtudag. Tilefnið var væntanlegt brúðkaup Hrannar og Fernando. Ég spratt á fætur fyrir allar aldir til að ná flugi frá Kastrup til Stansted í London. Þar þurfti ég að bíða lungann úr deginum eftir flugi Ryanair til Porto. Það var svosem alltílagi, þar sem ég náði að versla mér fjórar bækur á flugvellinum og finna mér ágætispöbb til að sitja og lesa. Á Stansted hitti ég svo Begga, Ernu og Fríðu, sem mættu til London deginum áður. Við tókum svo gripaflutningavél Ryanair til Porto á fimmtudagskvöldið.
Í Porto tóku vinir Fernando á móti okkur og komu okkur í íbúð Fernando í Portó. Þangað kom svo Hildur seinna sama kvöld. Þá var öll DTU-mafían sem ætlaði í brúðkaupið mætt á svæðið. Daginn eftir var miðbær Porto skoðaður eilítið áður en rútan var tekin til Braganca. Sú ágæta rúta var greinilega hönnuð af sama sadista og hannaði Ryanair flugvélina. Sumsé ekkert fótapláss.
Morguninn eftir var brúðkaupið. Það var býsna spes að vera viðstaddur kaþólskt brúðkaup sem fram fór á portúgölsku (að mestu). Presturinn var algjör töffari með tyggjó. Frekar kúl. Og Portúgalarnir héldu að hann væri að tala íslensku þegar hann var að tala enskuna. High comedy. Og svo fengum við að grýta hrísgrjónum.
Um veisluna er helst það að segja að það var gríðarlega mikill matur, og ekki minna vín. Allir komust þó skammlaust frá veislunni. Það er þó líklega engu logið þegar ég segi að heilsan var mjög misgóð hjá fólki daginn eftir. Og líklega trúir mér ekki nokkur maður þegar ég segist hafa verið vaknaður uppúr átta um morguninn. Þannig að ég sleppi að segja frá því.
Lag ferðarinnar: Aðventulag Baggalúts.
Kast ferðarinnar: Erna við tjékk-innið í Porto á leiðinni heim. Reyndar átti kastið fullan rétt á sér, en engu síður frekar ógnvænlegt.
Fýla ferðarinnar: Stelpan sem fór heim úr brúðkaupinu í fýlu þegar hún náði ekki brúðarvendinum þegar honum var kastað.
Kjarneðlisfræðingar ferðarinnar: Allt DTU-hyskið sem ekki fattaði hvernig átti að höndla svefnsófa íbúðarinnar. Sauðir, sauðir I tell you... (og já, ég er þar á meðal.)
Bjór ferðarinnar: Super Bock. Ekki spurning.
Fall ferðarinnar: Þegar Fríða hitti ekki rúmið. Tær snilld. Beggi fær að auki rokkstig fyrir að hafa náð mynd af fallinu.
Bögg ferðarinnar: Fjandans gítarinn sem ég sá á fáránlegu verði. #$!#$%
Innkaup ferðarinnar: Gufustraujárnið sem við Beggi keyptum í Braganca til að fólk yrði vel straujað í brúðkaupinu.
"Hvað meiniðið?" ferðarinnar: Fjöldinn af smokkasjálfsölunum þarna. Eruði að grínast í mér? Útum allt, og ríflega það.
Hildur að spyrja til vegar.Annars var ferðinni heitið til Portúgal síðasta fimmtudag. Tilefnið var væntanlegt brúðkaup Hrannar og Fernando. Ég spratt á fætur fyrir allar aldir til að ná flugi frá Kastrup til Stansted í London. Þar þurfti ég að bíða lungann úr deginum eftir flugi Ryanair til Porto. Það var svosem alltílagi, þar sem ég náði að versla mér fjórar bækur á flugvellinum og finna mér ágætispöbb til að sitja og lesa. Á Stansted hitti ég svo Begga, Ernu og Fríðu, sem mættu til London deginum áður. Við tókum svo gripaflutningavél Ryanair til Porto á fimmtudagskvöldið.
Í Porto tóku vinir Fernando á móti okkur og komu okkur í íbúð Fernando í Portó. Þangað kom svo Hildur seinna sama kvöld. Þá var öll DTU-mafían sem ætlaði í brúðkaupið mætt á svæðið. Daginn eftir var miðbær Porto skoðaður eilítið áður en rútan var tekin til Braganca. Sú ágæta rúta var greinilega hönnuð af sama sadista og hannaði Ryanair flugvélina. Sumsé ekkert fótapláss.
Morguninn eftir var brúðkaupið. Það var býsna spes að vera viðstaddur kaþólskt brúðkaup sem fram fór á portúgölsku (að mestu). Presturinn var algjör töffari með tyggjó. Frekar kúl. Og Portúgalarnir héldu að hann væri að tala íslensku þegar hann var að tala enskuna. High comedy. Og svo fengum við að grýta hrísgrjónum.
Um veisluna er helst það að segja að það var gríðarlega mikill matur, og ekki minna vín. Allir komust þó skammlaust frá veislunni. Það er þó líklega engu logið þegar ég segi að heilsan var mjög misgóð hjá fólki daginn eftir. Og líklega trúir mér ekki nokkur maður þegar ég segist hafa verið vaknaður uppúr átta um morguninn. Þannig að ég sleppi að segja frá því.
Lag ferðarinnar: Aðventulag Baggalúts.
Kast ferðarinnar: Erna við tjékk-innið í Porto á leiðinni heim. Reyndar átti kastið fullan rétt á sér, en engu síður frekar ógnvænlegt.
Fýla ferðarinnar: Stelpan sem fór heim úr brúðkaupinu í fýlu þegar hún náði ekki brúðarvendinum þegar honum var kastað.
Kjarneðlisfræðingar ferðarinnar: Allt DTU-hyskið sem ekki fattaði hvernig átti að höndla svefnsófa íbúðarinnar. Sauðir, sauðir I tell you... (og já, ég er þar á meðal.)
Bjór ferðarinnar: Super Bock. Ekki spurning.
Fall ferðarinnar: Þegar Fríða hitti ekki rúmið. Tær snilld. Beggi fær að auki rokkstig fyrir að hafa náð mynd af fallinu.
Bögg ferðarinnar: Fjandans gítarinn sem ég sá á fáránlegu verði. #$!#$%
Innkaup ferðarinnar: Gufustraujárnið sem við Beggi keyptum í Braganca til að fólk yrði vel straujað í brúðkaupinu.
"Hvað meiniðið?" ferðarinnar: Fjöldinn af smokkasjálfsölunum þarna. Eruði að grínast í mér? Útum allt, og ríflega það.
Beggi og Erna.
Beggi og Erna II.
Hildur í rútu Satans.
Erna, Beggi og ég sjálfur.
Þetta var það sem tók á móti okkur um laugardagsmorguninn fyrir utan hótelið í Braganca. Öðruvísi.
Hótelið í Braganca.
Erna með brúðarvöndinn. Tsk, tsk...Og Fríða, eiturhress.
Frú Meira (Hrönn), Halla og mamma Hrannar.
<< Home