sunnudagur, október 31, 2004

Balltre ?

Aaaa.....sunnudagur. Magnað hverskonar letidagar þetta geta verið. Fínt að nota sunnudagana í að lesa upp efni sem maður kemst ekki í gegnum í vikunni. Og auðvitað hlusa á lýsinguna á Green Bay leik vikunnar á netinu. Ágætis rútína.

Ég fór á fund sem stéttarfélag verkfræðinga hélt okkur DTU-nemum í gær. Svosem ágætur fundur, en þar sem ég fæ hvort eð er líklega enga vinnu á mínu sviði heima, þá gildir það einu. Eftir fund fórum við Hilmar og Fríða á Chili og fengum okkur að borða. Bestu borgarar í bænum, ekki spurning. Eftir mat kíktum við á Moose og fórnuðum okkur í nokkra kalda. Hittum svo Ernu, Viggu og Kristínu síðar um kvöldið. Kom á óvart að þær væru að djamma.....

Þar sem ég er hálf andlaus núna, þá er ég að spá í að henda hér inn þýðingu Bjössa á Bat out of hell. Það er, Bat out of hell textinn þýddur yfir á norsku. Mjög gott, mjög gott. Þessi stórfenglega þýðing birtist upphaflega í n-ta+1 lestri útvarpssögunnar "Lángbesti dreingurinn í dalnum".

Sirener skriker og brannene hylermåte,
ned i dalen i kveld.
Det er en mann i skyggene med et gevær i hans øye
og et blad pussende å slik klar.

Det er ond i luften og det er torden i himmel
og en morder på blodskuttene gater.
Å, og ned i tunnelen hvor det dødelige stiger
Å, jeg sverger at jeg så en ung gutt ned i renden.

Han var startet å skumme i oppvarmingen.
Å baby du er den eneste tingen i denne hele verdenen
der er ren og god og riktig.
Og uansett hvor du er og uansett hvor du drar
vil der alltid blive et lys.

Men jeg må komme mej ut herfra
Jeg må bryte det ut nå
Før den endelige sprekken av daggry.
Slik vi vil lager det meste av vår en natt sammen.
Når det er over som De vet

Vi blir begge slik alene.
Som et balltre ut av helvete
Jeg blir dradd når morgenen kommer.
Når natten er oversom et balltre ut av helvete
Jeg blir dradd dradd dradd.
Som et balltre ut av helvete

Jeg blir dradd når morgenen kommer.
Men når dagen blir gjort og sola drar ned
og som måneskinnet pusser gjennom den
Da som en synder før portene av himmel den
kommer jeg å krabbe på rygg til.

Jeg blir slag riksveien som et slå rambukk
på et sølv svart fantom cykel.
Når metallet er varm og maskinen er sulten
og vi er all om å se lyset.

Ingenting noensinne vokser ved denne
en av rådent gammelt hull.
Alt er væk og tapt.
Og ingenting virkelig vugger
Og ingenting virkelig ruller
Og ingenting noensinne verd kostnadene
Og I vet jeg er forbannet om I aldri kommer seg ut
Og kanskje jeg er forbannet om I gjør

Men med annenhver slår jeg har i mitt hjerte
Du vet jeg heller vil bli forbannet med De.
Om jeg blir forbannet jeg vil bli forbannet med De
Danser gjennom natt med De.

Du vet jeg heller vil bli forbannet med De.
Om jeg blir forbannet jeg vil bli forbannet med De
Danser gjennom natt.
Danser gjennom natt.
Danser gjennom natt med De.

Å baby du er den eneste tingen i denne hele verdenen
der er ren og god og riktig.
Og uansett hvor du er og uansett hvor du drar
vil der alltid blive et lys.

Men jeg må komme ut
Jeg må bryte det ut nå
Før den endelige sprekken av daggry.
Slik vi lager det meste av vår en natt sammen.
Når det er over som De vet
Vi blir begge alene.
Som et balltre ut av helvete

Jeg blir dradd når morgenen kommer.
Når natten er over
Som et balltre ut av helvete
Jeg blir dradd dradd dradd.
Som et balltre ut av helvete

Jeg blir dradd når morgenen kommer.
Men når dagen blir blir gjort og sola drar ned
og som måneskinnet pusser gjennom den
Da som en synder før portene av himmel den
kommer jeg å krabbe på rygg til.

Jeg kan kan se som meg selv river opp veien den
Hurtigere enn noe annen gutt noensinne har.
Og min hud er rå men min sjel er moden.
Ingen stanser meg nå

Jeg må lage min flukt.
Men jeg kan ikke stanse å tenke på De
og jeg ser aldri den plutselige kurven til det er måte også.
Jeg aldri ser den plutselige kurven til det er måte også sen.

Da er jeg døende på bunnen av en sjakt i den flammee sola.
Revet og vred på foten av en brenne cykel.
Og jeg tror at noen ett eller annet sted må må være ringende en klokke.
Og den siste tingen jeg ser er mitt hjerte
Stadigvæk slående.
Bryter ut av min kropp
Og flyr borte
Som et balltre ut av helvete.

Da er jeg døende på bunnen av en sjakt i den flammee sola.
Revet og vred på foten av en brenne cykel.
Og jeg tror at noen ett eller annet sted må må være ringende en klokke.
Og den siste tingen jeg ser er mitt hjerte
Stadigvæk slående.
Bryter ut av min kropp
Og flyr borte

Som et balltre ut av helvete.
Som et balltre ut av helvete.
Som et balltre ut av helvete.
Å som et balltre ut av helvete!
Å som et balltre ut av helvete!
Som et balltre ut av helvete!

Hvað er ukulele?

Ukulele er 4 strengja lítill gítar. Ótrúlega fyndið hljóðfæri. Meira má lesa um hljóðfærið hér.

Til hamingju!

Stebbi Lísu og Beta giftu sig í gær. Til lukku með það.

miðvikudagur, október 27, 2004

Turn and Run

Mér finnst rafsegulfræði alveg jafn skemmtileg og næsta manni (og þó, líklega mun skemmtilegri), en mér finnst skemmtanagildið hrapa gríðarlega þegar maður eyðir heilum degi í að reyna að afleiða hinar og þessar jöfnur í antenna theory. Ég komst einnig að því í gær að þetta fag er farið að hafa vond áhrif á mann. Ég stóð sjálfan mig að því, á leið útí búð, að reyna leysa ákveðið heimadæmi á leiðinni. Það væri kannski ekki svo slæmt eitt og sér, ef ég hefði ekki verið svo niðursokkinn í að sjá fyrir mér hnitakerfi vandamálsins með þremur puttum. Þannig arkaði ég útí búð snúandi þremur puttum annarrar handar fram og aftur fyrir framan andlitið á mér. Og fattaði fyrst að þetta var ekki kúl fyrr en ég mætti einhverjum aumingja manni, sem skildi ekkert í þessum æfingum. Mæ gúddness. Héðan í frá verða heimadæmin leyst innan veggja skólans, og hananú. Liggur við að maður þurfi að kíkja í bæinn til að vinna upp rokkstigin sem drógust af mér við þetta atriði.

Annað sem mér fattaði loksins í dag. Röddin í einum prófessornum minnti mig á einhvern sem ég fyrst í dag fattaði hver var. Fossi björn. Þokkalega sama röddin. Það eina sem vantaði var að kappinn endaði setningarnar á "Wakka,wakka,wakka...."

þriðjudagur, október 26, 2004

This song has no title

Það hlaut auðvitað að vera að Júnætedmenn væru eins og ruddar í leiknum á Sunnudaginn var. Gjörsamlega óþolandi. Mikið er ég sáttur að hafa ekki séð fjandans leikinn.

Ég hef verið að fara í gegnum gamlann tölvupóst, og það væri synd að segja að það sé allt hundleiðinlegt þar. Það sem stendur vissulega uppúr í ruglinu eru c.a. 17000 póstar milli mín og Bjössa, flestir skrifaðir meðan hann og Rúna bjuggu hér úti. Það er óhætt að segja að á tímabili fór meiri tími í skrif á "útvarpssögu" og ljóðum (þó hér mætti líka beita gæsalöppum), en lærdóm og vinnu. Við erum auðvitað steinhættir svona vitleysu núna, sem þýðir væntanlega að það er meira að gera í vinnu hjá Bjössa, og ég kominn í skemmtilegri fög. Eða eitthvað þvíumlíkt. Þess má geta að nafnið á síðunni er komið úr útvarpssögunni góðu. Sem ég er enn að bræða með mér hvort á heima hér á þessari síðu. Sjáum til.

Kallinn keypti sér hægindastól í Jysk í dag. Á niðursettu verði, að sjálfsögðu. Eina böggið að ég fæ kvikindið ekki fyrr en eftir viku. Djöfuls lúxus að geta lesið annars staðar en uppí rúmi. Þarf að hafa smá fjölbreytni í lestrarpósunum.

Og svo það besta, mér var boðin íbúð til sölu um helgina. Reyndar fín íbúð og á góðum prís og allt. En kommon, hversu bjartsýnn þarf maður að vera til að reyna að selja mér íbúð? Bjartsýnn eða desperat? Spurning. Maður þakkaði bara fyrir sig og sagði kannski seinna.

Ég ætlaði mér eiginlega að láta eina vísu flakka hér, en þær eru fæstar til birtingar. Ljóti leirburðurinn. Hér er þó ein saklaus:

Sit ég hér í súru fagi
hundleiðist þó neglur nagi
vona að þetta verði í lagi
djöfull væri ég til í einn kaldann núna

sunnudagur, október 24, 2004

Behind the wall of sleep

Alveg er danska haustveðrið að rokka feitt. Rigning, rigning og örlítið meiri rigning. Alveg ágætt.

Gerði aldeilis súperkaup á föstudaginn. Lét loks eftir mér að kaupa Ukulele. Og skemmti mér því alveg konunglega um helgina að læra að spila á þetta súper-svala hljóðfæri.

Var yfirmátaduglegur við lærdóminn í síðustu viku, og ákvað því að jafna metin hér um helgina. Búinn að vera svona temmilega slakur á því, og finnst það hreint ekki svo slæmt. Kíkti í Köben í gær. Hitti Hildi og Þórhall, Hrönn og Fernando, Begga, Kötu og Fríðu og við fórum og fengum okkur að borða. Við fórum á einhvern Víetnamskan stað á Vesterbrogade. Ágætis matur, en ég hefði alveg getað borðað töluvert meira. Ó well....Kíkti svo á bíó eftir það, sá Man on Fire. Svona meðalmynd, að mínu mati.

Setti líklega persónulegt met á nörd-skalanum í vikunni. Mig vantaði eitthvað að lesa, en átti ekkert hér sem ég ekki er búinn að lesa minnst þrisvar. Þannig að ég greip eðlisfræðibók og fór að lesa mér til gamans í henni. Afstæðiskenningin og skammtafræði er ágætlega spennandi efni, en mæ god, ég held að ég kíki í bókabúð eftir helgi og kaupi 1-2 kiljur í hallæri.

miðvikudagur, október 20, 2004

Dr.Doom, I presume?

Urrrr.....Svefnleysi dauðans. Hmm, þar er líklega öfugmæli. Jæja...

Meðan ég lá hér andvaka, fór ég að hugsa um athyglisverðustu meisli mín um dagana. Þar er um auðugann garð að gresja, eins og The Evil Nurse myndi alveg örugglega benda á. Í sumum tilfellum voru meiðslin kannski ekki jafn slæm og útlit var fyrir. Sem betur fer. Í engri sérstakri röð:

"Tábrotið."
Var sparkaður niður í innanhúsfótbolta. Hoppaði upp alveg sjóðandi og ætlaði að sparka í fíflið. En þar sem ég er góður ákvað ég í miðri sveiflu að sparka framhjá. Sem þýddi að ég sparkaði í vegginn í staðinn. Fór á slysó í Herlev, beið þar í tvo tíma og fékk að vita eftir myndatöku að ég væri ekki brotinn. Súper, en fjandans táin er aldrei jafngóð. Sparkfastur, strákurinn.

"Handleggsbrotið."
Var á æfingu í amerískum fótbolta, sem bæðevei er nokkuð góð ávísun á að meiða sig, og á miðri æfingu fór að vaxa horn úr miðjum framhandleggnum á mér. Sjúkraþjálfarinn var viss um að ég væri brotinn og stefnan því tekin á slysó í Gentofte. Rúm klukkutíma bið og einn þokkalega hissa sjúkraþjálfari á því að armurinn var ekki brotinn. Bónusstig fyrir að menn voru sammála um að smekklegri bólga hefði ekki sést í háa herrans tíð.

Krossband.
Lítið fyndið við þetta, þar sem fjandans aftara bandið slitnaði. Sem varð til að ég var með marbletti á innanverðri hægri löpp í 4 ár eftir spelkuna. Og hvað mér og fjandans spelkunni var blótað. Maður lifandi, hvað maður var lang,langvinsælasti drengurinn á æfingum. Þetta voru samt value-for-monní-meiðsl, þar sem ég náði að fara tvisvar á slysó í Rvík. útaf þessu, plús fullt af öðru veseni. Tvímælalaust þau meiðsli sem lengst hafa náð.

Brunnin vör.
Körs on jú, Pizza Hut. Afar vandræðalegt að brenna sig á Supreme á Pizza Hut. Í ofanálag höfðu félagar mínir hér í DTU lítinn skilning á meiðslunum. Sem vörðu lengi.

Klemmdur fingur.
Held að þessi taki heim "hvað-varstu-að-hugsa" verðlaunin. Var að fara á vídeóleigu með Sjonna. Hann kominn inn á leigu þegar ég man að ég hafði ekki læst bílnum. Ég hleyp út, opna farþegahurðina með hægri hendi, læsi með með vinstri og skelli með hægri. Með vísifingur hægri handar milli stafs og hurðar. Og hurðin nú læst. Og Sjonni inná leigu. Ég rétt náði að arga á stórskelkaðann krakka að hoppa inn og finna Sjonna. Hann kom skömmu síðar, og leysti mig úr þessari mjög svo vandræðalegu stöðu. Þessi meiðsl hljóta einnig verst-fyrir-minnst verðlaunin, þar sem ég varð næstum fúll yfir að fjandans puttinn var ekki brotinn, svo vont var þetta.

Svo eru auðvitað svona sniðugheit sem ég veit ekkert hvaðan koma, t.d. brakið í öxl, brak í brjóstkassa. Sem er alltaf jafngott partítrikk. Eða þannig. Ef þetta er tekið saman með tánni og hné, þá mætti segja að ef ég væri t.d. bíll, þá væri ég bíll með sál. Annars hefur meiðslatíðnin dalað heldur, 7-9-13 og allt það. Er á meðan er.

Jæja, ég get víst alveg eins farið að læra eins og hanga hér andvaka. Urr og aftur urr. Langur dagur í Antennas frammundan.

laugardagur, október 16, 2004

Just getting by

Á dagskránni í kvöld: Bee Gees, Bryan Adams, Eagles, Ron Sexsmith, Queen, Del Amitri, Elvis Costello, Steely Dan, Elton John og Aimee Mann. Held að ég hafi engum gleymt. Það er ágætt að sitja heima eitt laugardagskvöld og spila á gítarinn. Það held ég nú...

fimmtudagur, október 14, 2004

Welcome to the machine

Sá Lost in Translation í gær. Ég get bara ekki séð hvað er svona frábært við þessa mynd. Þó að Bill Murray sé í töluverðu uppáhaldi hjá mér fannst mér myndin frekar súr. Einhvern veginn get ég ekki sagt að það hafi komið á óvart.

Við fórum nokkur til Hilmars á þriðjudagskvöldið. Grilluðum og vorum fersk. Ég gæfi mikið fyrir að vita hvað nágrönnum Hilmars fannst um að það væri verið að grilla. Það var ekkert sérstaklega hlýtt, og hávaðarok að auki. Annars var þetta toppkvöld, og ekki orð um það meir.

Maður er ekki búinn að vera alveg jafn harður við lesturinn og planið var. Ætla þó að taka góða törn í kvöld við lestur um radarkerfi,interferometry og polarimetry. Best að taka aðeins í lóðin áður en lesturinn hefst. Svona til að hressa sig við.

Það er loksins orðið líft hér á kollegíinu. Þ.e.,það er loksins byrjað að kynda. Það var gjörsamlega orðið ólíft hér úr kulda. Það lá við að maður svæfi með húfu. Þetta ástand þýddi auðvitað að ekki var maður ferskari við að koma sér frammúr á morgnana. Og mátti nú varla við meiri leti við það. Nú, nema að þeir hafa loksins tímt að skrúfa frá ofnunum, þannig að nú sprettur maður á lappir glaður og hress.

Í kaffinu áðan vorum við Beggi að tala um flugnaveiðar, þannig að mér varð hugsað til þess þegar við Jenni stunduðum flugnaveiðar með startgasi í bílabúðinni forðum. Gúdd tæms. Reyndar var fljótlega tekið fyrir þessa iðju, þar sem startgas er ekki aldeilis lyktarlaust. Þá upphófst tímabil flugnaspaðanna, sem voru ýmist notaðir á flugurnar eða samstarfsmenninna. Það er ekki skrýtið að maður hafi komið sumar eftir sumar að vinna með höbbðingjunum þarna. Annað hælæt er udvida þegar við keyptum töggur fyrir 5000 kall. Það er mér mjög til efs að nokkur maður á verkstæðinu eða búðinni hafi borðað töggur í fleiri á eftir það. Hrein snilld. Minni snilld var þegar nokkrir starfsmenn í búðinni fóru að metast um hver gæti skilið eftir verstu prumpufýluna. Keppnin var hörð, og lúalegasta trikkið var að ganga uppað öðrum starfsmanni sem var að afgreiða, þykjast vera að hjálpa í smá stund,lauma einum á meðan, og forða sér svo og skilja hinn eftir með kúnnanum í fýlunni. Auðvitað getur maður ekkert um það sagt hverjir tóku þátt í svona, en vitanlega var ég ekki einn af þeim. Sumt gerir maður bara ekki. Sem minnir mig þó á: Hver fékk eiginlega lánaða Complete Book of Farting-bókina mína?

laugardagur, október 09, 2004

Only talking sense

Ágætisdagur í gær. Við byrjuðum daginn á að halda fyrirlestur í tíma. Fyrirlesturinn fjallaði um Cloude's decompostion method. Algjört torf, en við vorum nokkuð sáttir við sjálfa okkur. Auðvitað allt sett upp í Latex og Prosper. Rosa flott. Að loknum hádegismat var haldið í bæinn þar sem maður slæptist frammeftir degi. Aðeins að njóta byrjunar haustfrís. Hitti svo Pétur og Regínu og þvældist með þeim um miðbæinn frammað mat. Þá bauð Bóksalinn mér í mat með Rotary-félögum. Alveg öldungis ágætt. Eftir mat var svo haldið á sýningu hjá Sossu. Býsna skondið að skunda inn með 24 Króksara á listagallerí í Kaupmannahöfn.

Ég verð að segja, að það var ekki alveg efst á óskalistanum að vera vakinn í morgun og beðinn um að koma í íþróttahúsið til að skrifa leikskýrslu. Urrrr í öðru. Stóð mig samt eins og hetja og skrölti á lappir uppúr hádegi og reddaði því. Leiðindaleikur hins vegar, ekki mikið fyrir augað.

Það stefnir allt í það að haustfríið góða fari í lærdóm. Alltof mikið að gera hjá þessum köllum. Annars verður líklega tekið smá skrall í vikunni. Við eigum alltaf eftir að fagna almennilega með Hilmari komu erfingjans. Nú er lag, og fólk virðist hafa töluverðann metnað fyrir að láta þetta ganga upp núna.

Það er gaman að geta þess að Hinir Sömu eru að fara til London næsta föstudag á leik með Arsenal. Það fer hver að verða síðastur að sjá leik á Highbury. Að kalla þetta vinnuferð er samt kannski tú mödds. Ég bið fyrir kveðjur í Gap-sjoppuna, drengir.

föstudagur, október 08, 2004

is there life on mars???

Annars get ég sagt að Arinbjern hinn úngi mætti á svæðið um síðustu helgi. Það olli auðvitað nokkurri drykkju og góðu rokki á bari Sáms. Var okkur fagnað eins og hetjum þar. Nú, eða þannig.

Annars er ég auðvitað latur við skriftir sem fyrri daginn. Ekkert nýtt hér. Er að fara í haustfrí, en býst ekki við meiri dugnaði við skrifirnar. Vona hins vegar að ég taki á því í lærdómnum.

Hey, maður getur alltaf vonað....

Ó well...Best að fara að undirbúa sig fyrir súrasta fyrirlestur sem maður hefur haldið í seinni tíð. Urrr......

Let's Dance...

Svona í alvöru, hversu stjúpidd geta þessir íþróttamenn verið?

Sosa spent time this season on the DL with back problems brought on by a violent sneeze.

Égmeinaða......

föstudagur, október 01, 2004

Þessi próf kæta mig alltaf örlítið.




Transparent and glasslike

úfff.....Erfið vika.

Bruno og Thomas vörðu B.Sc verkefnin sín fyrir viku. Ég mætti á svæðið ásamt Navid og við fylgdumst með herlegheitunum. Alveg magnað að sitja á ritgerðarvörn svona líka afslappaður. Þó að ég hafi reyndar verið frekar lús á minni eigin vörn. Nema. Þetta gekk ágætlega hjá köppunum, 9 fyrir Thomas og 10 hjá Bruno. Reyndar vorum við allir frekar hissa á einkunninni Thomasar þar sem við vorum búnir að spá 11 eða 13. Hann fékk hinsvegar þá umsögn að hann hefði unnið gott verk, það hefði bara verið fjandi erfitt að lesa það úr ritgerðinni. Súrt.

Nú, kærustur þeirra fóstbræðra, þær Ditte & Ditte, voru búnar að plana mikla veislu þar sem m.a. fjölskylda Bruno kom frá Svíþjóð. Súper partí, en segjum að áfengið hafi ekki verið sparað. Allavega var kallinn slappur frammí miðja skólaviku.

Fékk svo boðskort í brúðkaup Stebba Lísu og Betu. Er kominn á fremsta hlunn með að kaupa far heim, því eins og ég benti Sjonna á í kvöld, þá er ég auðvitað búinn að nöldra í vinum mínum um giftingu svo lengi að það væri súrt að klikka loksins þegar einhver tekur af skarið. Verst að ég gleymdi að spurja Landsbankann hvað þeim fyndist um þetta. Jæja, það kemur í ljós.