miðvikudagur, júní 27, 2007

The direction of the eye

Við Elín fórum á Pearl Jam tónleikana í Forum í gærkvöldi.

Ég haf aldrei verið einhver súper-fan, en þekki svosem slatta með bandinu, og finnst "10" vera einn af betri diskunum sem ég á.

Nema, að það var ekki laust við að þeir hafi rokkað! Maður lifandi! Spiluðu í næstum 2 og hálfann tíma. Lögin:

Long Road
Corduroy
Why Go Do
The Evolution
In Hiding
Love Boat Captain
Love Reign O'er Me
Severed Hand
Light Years Marker In The Sand
Given To Fly
Breath
I Am Mine
Elderly Woman Behind The Counter In A Small Town
Hard To Imagine
Life Wasted
Porch

No More
World Wide Suicide
Down
Once
Black
Alive

Better Man/Save it for Later
Rockin' In The Free World
Yellow Ledbetter

Hápunktarnir voru án efa Black/Alive og svo Rockin' in the Free World.

Tær snilld.

sunnudagur, júní 24, 2007

St.Hans

Aldrei þessu vant var vömbin kýld vel og vandlega í kvöld.

Sterk rækjusúpa, með hvítlauk, engifer, sítrónugrasi, læmblöðum og ég veit ekki hverju, í forrétt. Kjúklingur með cashewhnetum í aðalrétt, og núðlur on-the-side.

Ágætt.

Hvað er annars með skort á svefnfriði hér? Fyrst var það fjandans fuglinn sem hélt ekki kjafti í tvo tíma eina nóttina. Meiriháttar skemmtilegt. Heppinn sá að ég átti ekki haglara.

Og svo í morgunsárið, þá var haugur af fólki í einhverri nágrannaíbúðinni sem ákvað að syngja daginni inn. Og þvílíkt lagaval. Ég vaknaði upp við Kim Larsen, náði að sofna og vaknaði svo aftur upp við eitthvert fjandans HippHopp. Urrrrrrr!!!!!!!!

Ofnotaði frasi dagsins er "At the end of the day...". Ye gods....

þriðjudagur, júní 12, 2007

Blizzard of Ozz

Fjandi heitt í dag. Fínt að vera inni í þessum hita, og sleppa við að brenna.

Ozzy á morgun. Ég er að verða býsna spenntur fyrir þessum tónleikum. Reyndi meira að segja áðan við nokkur lögin á gítarinn. Það gekk auðvitað aðallega illa, en skítt með það.

Síðan liggur fyrir sumarhátíð Nokia á föstudaginn, og 17. júní hátíðarhöld á laugardaginn.

Jamm, það verður fína heilsan þessa helgina. Damn!

föstudagur, júní 08, 2007

Walking on sunshine

Ó je...

27 stiga hiti á morgun.

Upp með sólarvörnina!

fimmtudagur, júní 07, 2007

No bone movies

Ha-ha!

Ozzy Osbourne miðinn kominn í hús. Nú er bara að kallinn taki ekki uppá að skella sér á fjórhjól aftur, eins og síðast þegar hann ætlaði að vera með tónleika hér.

Það er að verða komið sumar hér.

þriðjudagur, júní 05, 2007

Ferðalög



Það er greinilega fullt eftir.

mánudagur, júní 04, 2007

Bækur

Lestur.

Virkilega góð skemmtun. Og stundum lærir maður meira að segja eitthvað.

Reyndar verð ég að segja að eftir að ég fór að lesa Terry Pratchett þá er það kannski meira til skemmtunar. En á móti, þá var maður auðvitað svo duglegur að lesa sér til gagns á námsárunum.

Ég las Monstrous Regiment um daginn. Veit ekki hvort það er bara ég, en mér fannst býsna góð skilaboð í þeirri bók. Um jafnrétti kynjanna, meðal annars.

Þar á eftir kom bók eftir Mark Thomas, sem ku vera breskur spaugari. Sem er reyndar undarlegt, þar sem bókin var alls ekkert aðhlátursefni. Bókin heitir As Used on the Famous Nelson Mandela , og fjallar um alþjóðlega vopnasölu. Ágætislesning, en að sumu leyti merkileg umfjöllun á þessu grafalvarlega efni.

Þessi bók varð að umtalsefni í matartímanum í dag. Um það hvernig maður getur unnið við að hanna þessi drápsapparöt. "Og hvernig var dagurinn þinn í dag, elskan?" , "Jú, ég hannaði meiriháttar Anti-Personal Jarðsprengju, en hvað gerðir þú í dag?" Og það furðulegasta við þennan bransa er, að þar vinna margir af mestu hugvitsmönnunum í tæknifögunum. Alveg svekkjandi.

Annars er svo listinn yfir næstu bækur svona:

Það má mikið vera ef ég kemst í gegnum þessar áður en síðasta Harry Potter bókin kemur út. En, það er ljóst að öllu verður droppað fyrir þá bók.

Þar á eftir koma svo

Úff...Eins gott að veðrið verði til friðs og þannig.

sunnudagur, júní 03, 2007

Don´t stand so close to me

Friggi, Brynja og Haraldur Jón kíktu í mat á fimmtudaginn. Alveg hreint ágætt. Við frændurnir röltum á Nörrebros Brygghus til að hafa eitthvað til að skola matnum niður með. Það virkaði ágætlega. Og takk fyrir súkkúlaðið.

Það er komin ákveðin bóka-pressa. Eins og gerist stundum þegar maður kemur til London. Við Elín keyptum saman 10 bækur. Þannig að það er aðeins að safnast upp lesefnið. Vont mál, þar sem síðasta Harry Potter er að koma út í næsta mánuði.

Það er magnað ef satt er að Stewart Copeland, trommari Police, hafi dissað bandið eftir fyrstu tónleika sveitarinnar. Eins og kunnugir muna e.t.v., þá var víst frekar stirt sambandið milli þeirra félaga. Spurning hvort að það sé orðið svo mikið halelúja að svona sé í lagi núna?

Hjómur dagins er Dmaj7.