sunnudagur, júní 03, 2007

Don´t stand so close to me

Friggi, Brynja og Haraldur Jón kíktu í mat á fimmtudaginn. Alveg hreint ágætt. Við frændurnir röltum á Nörrebros Brygghus til að hafa eitthvað til að skola matnum niður með. Það virkaði ágætlega. Og takk fyrir súkkúlaðið.

Það er komin ákveðin bóka-pressa. Eins og gerist stundum þegar maður kemur til London. Við Elín keyptum saman 10 bækur. Þannig að það er aðeins að safnast upp lesefnið. Vont mál, þar sem síðasta Harry Potter er að koma út í næsta mánuði.

Það er magnað ef satt er að Stewart Copeland, trommari Police, hafi dissað bandið eftir fyrstu tónleika sveitarinnar. Eins og kunnugir muna e.t.v., þá var víst frekar stirt sambandið milli þeirra félaga. Spurning hvort að það sé orðið svo mikið halelúja að svona sé í lagi núna?

Hjómur dagins er Dmaj7.