London, Baby!
Síðasti dagurinn í Englandi runninn upp. Erum búin að vera í góðu yfirlæti hjá Gunnu og Eyjó í Norður-London. Kíktum í bæinn á fimmtudaginn og röltum framm og tilbaka um miðbæinn. Sáum Big Ben, Trafalgar Square, Covent Gardens og margt fleira.
Á föstudaginn var svo stefnan tekin á Hastings, þar sem brúðkaup Laurie og Jamie fór fram á laugardeginum. Við hittum fullt af fólki á föstudeginum sem var með Elínu í skólanum í Roskilde. Og náðum að fá okkur öl (eða tvo) með þeim.
Við vorum þetta líka fáránlega heppin með gistingu í Hastings. Elín pantaði á netinu gistingu á einhverjum Bed&Brekfast, og við vorum þetta líka heppin. Útsýni yfir Ermasundið og gestgjafarnir þvílíkt almennilegir. Vorum í það minnast heppnari með gistingu en sumir aðrir brúðkaupsgestirnir.
Brúðkaupið var svo í alla staði hin besta skemmtun. Presturinn alveg hreint stórskrýtinn. Og veislan góð. Sérstaklega miðað við hversu fáa ég þekkti.
Annars var maður kominn snemma í bælið, þar sem ég þurfti að keyra í London á sunnudeginum. Ég verð nú að segja að ég er ekkert mega-spenntur yfir umferðinni hér. Bæði er viðbjóðslega mikil umferð hér í London, og svo er þetta vinstri handar-stöff ekki alveg að rokka. Það hefur hins vegar gengið áfallalaust hingað til, 7-9-13 (þó að það hafi munað litlu einu sinni), og vonandi gengur aksturinn á Stansted vel.
Lag dagsins: London Calling með The Clash. Nauðsynlegt.
Á föstudaginn var svo stefnan tekin á Hastings, þar sem brúðkaup Laurie og Jamie fór fram á laugardeginum. Við hittum fullt af fólki á föstudeginum sem var með Elínu í skólanum í Roskilde. Og náðum að fá okkur öl (eða tvo) með þeim.
Við vorum þetta líka fáránlega heppin með gistingu í Hastings. Elín pantaði á netinu gistingu á einhverjum Bed&Brekfast, og við vorum þetta líka heppin. Útsýni yfir Ermasundið og gestgjafarnir þvílíkt almennilegir. Vorum í það minnast heppnari með gistingu en sumir aðrir brúðkaupsgestirnir.
Brúðkaupið var svo í alla staði hin besta skemmtun. Presturinn alveg hreint stórskrýtinn. Og veislan góð. Sérstaklega miðað við hversu fáa ég þekkti.
Annars var maður kominn snemma í bælið, þar sem ég þurfti að keyra í London á sunnudeginum. Ég verð nú að segja að ég er ekkert mega-spenntur yfir umferðinni hér. Bæði er viðbjóðslega mikil umferð hér í London, og svo er þetta vinstri handar-stöff ekki alveg að rokka. Það hefur hins vegar gengið áfallalaust hingað til, 7-9-13 (þó að það hafi munað litlu einu sinni), og vonandi gengur aksturinn á Stansted vel.
Lag dagsins: London Calling með The Clash. Nauðsynlegt.
<< Home