Electric beduin drum
Ég held að ég hafi ekki eytt jafn miklum tíma í að rúlla í gegnum hin og þessi blogg eins og í kvöld. Alltaf gaman að því að nördast við tölvuna. Nema, að það að lesa blogg er ekki beint að nördast. Nei, að nördast er að setjast með stóra kaffikönnu, 3 eintök af Antennas and Propagation Journal og tölvuna klára í að reikna í tvo sólahringa, ef maður finnur eitthvað af viti til að setja í hana. But I digress...
Með bloggið, það er fyndið þegar maður fer á flakk. Þ.e., manni dettur ólíklegasta fólk í hug og athugar hvort maður finnur það á netinu. Og oft er það staðreynd. Það getur oft orðið afar áhugavert.
Mér finnst þetta ágætis tímapunktur til að kvarta yfir annars ágætri tölvunni minni. "K"-ið er ekki alveg að virka sem skildi. Þessa dagana þarf ég að þrýsta 2-3 sinnum á "k"-ið áður en það skilar sér á skjáinn. Mér finnst þetta frekar hvimleitt.
Tveir hlekkir:
Misgamlar körfuboltamynir. Tær snilld : http://www.kki.is/myndasafn.asp
Bill Simmons. Nú les ég líklega mun meira um sport en hollt getur talist. Ég verð þó að segja að það hefur farið minnkandi eftir að ég hætti í skóla og fór að vinna. Þessi er samt skyldulesning. Hann og Kalli Jóns hafa sama uppáhaldslið. http://sports.espn.go.com/espn/page2/simmons/index
Lag dagsins er tvímælalaust Rock the Casbah með Clash. Ekki vænlegt til vinsælda í karokí samt.
<< Home