Mr. Watson, Come here, I need you!
Ég hef verið frekar latur við lesturinn hið síðasta, en í síðustu viku gekk ég inní Gad og kíktí í hillurnar. Ég ákvað að kaupa mér ekki enn eina Discworld bókina, en keypti í staðinn Magician's Guild eftir Trudi Caravan. Veit eiginlega ekki á hverju ég átti von, nema kannski mögulega tæki lesturinn langann tíma.
Hmmppp....Það gekk aldeilis eftir. Las fjandans bókina á tveimur kvöldum/nóttum. Gríðarhress í vinnunni, eins og gefur að skilja. Nema að bókin var einungis sú fyrsta af þremur. Og keypti númer tvö í fyrradag. Og kláraði í kvöld. Ég held að ég verði að kaupa síðustu bókina á morgun og reyna að koma henni fyrir kattarnef um helgina. Maður er vart vinnuhæfur eftir svona lestur.
Magnað með almennilegar bækur, hversu erfitt getur verið að leggja þær frá sér. Það er svosem ekki svo slæmt með þessar bækur, en úff, það versnar í því þegar Harry Potter kemur út í sumar. Alveg magnað með þær bækur: Ég held að undantekningalaust hafi ég lesið þær í einum rykk. Nema mögulega þá síðustu, hvort að maður varð aðeins að leggja sig í milli.
Hins vegar verð ég að segja með þessa Trudi Caravan seríu, að þó að þetta sé ágætis galdra-léttmeti, verður ágætt að snúa sér aftur að Discworld. Skemmtilegri tvistedd húmor finnst auðvitað varla.
Líkur hér með bókmenntahorninu.
Lag dagsins er Bullet the Blue Sky með U2.
PS: Hver mælti orðin í fyrirsögninni og af hvaða tilefni? (Begga.com er sérstaklega bannað að svara.)
<< Home