fimmtudagur, mars 01, 2007

Tempted by the promise of a different life

Eftirminnilegt kvöld.

Við Elín hættum okkur út í kvöld og hjóluðum niður á Amager til að fara á tónleika hjá Tim Finn. Alveg frábærir tónleikar hjá kallinum. Og súper band í för með honum.

Eftir tónleika fannst mér hins vegar betra að kanna hvort að "mótmælin" (eða andsósíjal hegðunin sem hyskið er að sýna af sér...) væru nokkuð að vesenast á leiðinni heim. Við komumst ósködduð og óhindruð heim sem var udvidað hið besta mál.

Ég er hinsvegar svo gjörsamlega búinn að missa málið yfir þessu djöfuls pakki sem veður uppi með ofbeldi og skemmdarverkum, og kennir svo öllu á lögguna. Andskotans!!! Þetta fjandans pakk veður inní hliðargötur og veltir um bílum og kveikir í öllu sem það kemst í. Fyrir utan öll skemmdarverkin á Nörrebrogötu.

Hér eru nokkrar myndir.





´

Síðasta myndin er tekin útum gluggan heima. Ég veit ekki alveg hvort stemmingin skín í gegn, en einhver sauðnautin ákváðu að kveikja í sófum í götunni. Sem varð til að löggan ákvað að sækja viðkomandi. En þar fyrir utan, hvað er málið með logandi bál á stórri götu í Köben?

Mállaus.