mánudagur, mars 12, 2007

Have a cigar!

Hvað er með þetta kvikmyndatökulið sem hangir hér fyrir utan alla daga? Alveg magnað. Mætir hér með reglulegu millibili, og maður hrekkur í kút yfir liðinu að spila löggu og bófa hér daginn út og inn.

Ok, ég segi ekki að maður ýki örlítið, en þetta kemur fyrir. Skyldi þetta hafa eitthvað með það að gera hver á húsnæðið? Hmmm...

Það er smá vor í lofti í Köben í dag. Hreint ágætt. Hélt uppá það með að vera í vinnunni frammá kvöld.

Það held ég nú.