Æ vonss hedd a görrl
Ég sé frammá að almennilegur pistill um Asíu-ferðina mína verður líklega ekki að veruleika. En hverjum er ekki sama?
Ég tók mig samt til og setti slatta af myndum inná myndasíðuna mína. Svona hinar og þessar myndir sem teknar eru síðasta árið. Fínt að koma þeim inn á vefinn. En ég viðurkenni að ég á eftir að henda fullt af myndum frá Kóreu-túrnum inn. Þetta kemur allt með kalda vatninu.
Við Elín hjóluðum til Snjólaugar og Péturs í kvöld og vorum þar í mat. Alveg eðal-kvöld. Og ballet-dæmið hjá Jakob var auðvitað hrein snilld.
Við sjáum til hvort að mér tekst að kommenta eitthvað af myndunum....Best að lofa sem minnstu.
Lag dagsins: Moonlight Shadow, ágætis eitíspopp.
<< Home