I've got wheels of solid steel
Hananú!
Þá er 10 daga dvöl í Kóreu senn á enda. Ætlunin var að fljúga til Beijing í fyrramálið, og svo heim. Það verður svo ekki. Í staðinn er stefnan tekin á Tokyo, þar sem ég verð í eina nótt og svo heim á föstudaginn. Eins og daninn segir, þá er maður "firmaets mand".
Annars er þetta búin að vera fín ferð. Súper veður. Maturinn miklu minna skerí en ég hafði átt von á. Reyndar er alveg hræðilegt að vera að borða þvílkt góðann mat en geta vart notið þess út af því að maður situr á hækjum sér.
Ég og Lars vinnufélagi minn gerðum ágæta ferð til Seoul um helgina. Þar sýndum við og sönnuðum að skipulagning er stórlega ofmetinn faktor. Við náðum að þvælast fram og til baka um þessa stórborg vandræðalaust og skemmtum okkur hið besta. Enda "Ze Djörman Kóstgard" brandararnir venjulega skammt undan.
Við brugðum okkur á Stríðsminjasafnið í Seoul. Þar voru hinar ýmsustu drápsvélar, og minnismerki um afrek þeirra. Að mörgu leiti undarlegt safn að koma á. En auðvitað töluvert önnur saga sem Kóreumenn búa við en Íslendingar.
Á sunnudaginn brugðum við okkur upp að landamærum Norðurs og Suðurs. Hinu svokallaðaða DMZ . Og ef það var merkilegt að koma á stríðsminjasafnið, þá var þetta útúr kortinu.
Stórfenglega súrrelalískt að rölta ofan í göng sem grafin voru til að gera innrás í nágrannaríkið. Eða að horfa yfir landamærin á "stærstu flaggstöng í heimi". Út af því að um það kepptust nágrannarnir víst lengi vel. Mein Gott. Ég hefði alla vega alls ekki vilja missa af þessari ferð. Frábær upplifun. Og ég mun henda inn myndum þegar ég kem heim.
Steff Houlberg í Kóreu!
"Way Out, man..."
Ég lét pússa skónna mína. Fleiri myndir eiga eftir að fylgja. Be warned...
<< Home