sunnudagur, apríl 22, 2007

Drinking from a Broken Cup

Þessa dagana labba ég vanalega heim úr vinnu. Allavega þá daga sem ég hjóla ekki. Ágætt að fá smá hreyfingu eftir hafa einungis labbað 17 sinnum að kaffivélinni og til baka allann daginn.

Á leiðinni úr vinnunni geng ég framhjá tveimur torgum sem eru ekkert sérstaklega upplífgandi. Núna þegar veðrið er að batna, þá er með ólíkindum hversu margt fólk sem er verulega ölvað er að sjá á þessum stöðum. Að sjá fólk sofandi á götunni um miðjan dag (og reyndar svosem hvenær sem er) er undarlegt. Ég hef ekki alveg annað orð yfir það.

Matur kvöldsins: Satay með jarðhnetusósu og þorskur gufusoðinn í bananablöðum. Nokkuð sáttur við útkomuna.

Bassalína dagsins: 5th Season með Paul Weller.

Ágætt.