Nescafé, það er kaffið.
Fjandans vesen að hafa verið með einhverjar meiningar um frekari ferðasögu frá Kóreu. Veit svei mér ekki hvort ég nenni að vera að rifja þetta upp. Spurning um nokkur athugasemda-korn í staðinn:
- Mun betra flug til Kína núna en í fyrra. Í þetta skiptið náði ég að sofa aðeins. Mun betra.
- Ég get varla hugsað mér súrari flugvöll til að millilenda á en í Beijing. Flugvöllurinn er ekkert sérstaklega spennandi, og Kínverjarnir eru alveg ferlegir með passa-kontrólið. Meira að segja fyrir þá sem millilenda.
- Kórea er mikið fjallaland.
- Ég held að það verði heitt þarna í lok júní. Úff...
- Hvað er með vískí-áhugann þarna? Maður var eins og sauður á pöbbunum með öl. Það voru allir með viskí.
- Á þessum pöbbum voru einnig undantekningalaust húsbönd. Bönd þessi voru öll frá Filippseyjunum, og voru flest býsna vel spilandi. Hávaðinn var þó alveg með ólíkindum. Þó að það væru örfáar hræður að reyna að spjalla saman, þá spiluðu böndin á fullu trukki. Óþarfi að leyfa fólki að komast um með að spjalla saman.
- Bjórsnakkið finnst mér betra í Evrópu. Kýs frekar popp eða hnetur frekar en þurkaðan kolkrabba.
- Það er ómögulegt að kaupa ferðatösku fyrir klukkan 9 á morgnana.
- Sem þýddi að ég þurfti að fórna minni tösku undir símana sem ég þurfti að ferja til Köben.
- Mér líkar við Tokyo. Væri meira en til í að stoppa aðeins meira þar. Spurning um að fljúga í gegnum Tokyo í næsta mánuði aðra leiðina og stoppa svo í Beijing á hinni leiðinni. Svona til að ná að versla aðeins.
- Sushi í Tokyo. Jess.
- Eftir ellefu tíma flug er fátt súrara en vera stopp í tollinum í tvo tíma. Urrr.
- Ég á enn eftir að henda slatta af myndum úr ferðinni inn. Hefst vonandi.
Stefnan er svo tekin á London á miðvikudag. Og Hastings á föstudag, þar sem við erum að fara í brúðkaup á laugardaginn. Veisla!
<< Home