sunnudagur, júní 24, 2007

St.Hans

Aldrei þessu vant var vömbin kýld vel og vandlega í kvöld.

Sterk rækjusúpa, með hvítlauk, engifer, sítrónugrasi, læmblöðum og ég veit ekki hverju, í forrétt. Kjúklingur með cashewhnetum í aðalrétt, og núðlur on-the-side.

Ágætt.

Hvað er annars með skort á svefnfriði hér? Fyrst var það fjandans fuglinn sem hélt ekki kjafti í tvo tíma eina nóttina. Meiriháttar skemmtilegt. Heppinn sá að ég átti ekki haglara.

Og svo í morgunsárið, þá var haugur af fólki í einhverri nágrannaíbúðinni sem ákvað að syngja daginni inn. Og þvílíkt lagaval. Ég vaknaði upp við Kim Larsen, náði að sofna og vaknaði svo aftur upp við eitthvert fjandans HippHopp. Urrrrrrr!!!!!!!!

Ofnotaði frasi dagsins er "At the end of the day...". Ye gods....