mánudagur, júní 04, 2007

Bækur

Lestur.

Virkilega góð skemmtun. Og stundum lærir maður meira að segja eitthvað.

Reyndar verð ég að segja að eftir að ég fór að lesa Terry Pratchett þá er það kannski meira til skemmtunar. En á móti, þá var maður auðvitað svo duglegur að lesa sér til gagns á námsárunum.

Ég las Monstrous Regiment um daginn. Veit ekki hvort það er bara ég, en mér fannst býsna góð skilaboð í þeirri bók. Um jafnrétti kynjanna, meðal annars.

Þar á eftir kom bók eftir Mark Thomas, sem ku vera breskur spaugari. Sem er reyndar undarlegt, þar sem bókin var alls ekkert aðhlátursefni. Bókin heitir As Used on the Famous Nelson Mandela , og fjallar um alþjóðlega vopnasölu. Ágætislesning, en að sumu leyti merkileg umfjöllun á þessu grafalvarlega efni.

Þessi bók varð að umtalsefni í matartímanum í dag. Um það hvernig maður getur unnið við að hanna þessi drápsapparöt. "Og hvernig var dagurinn þinn í dag, elskan?" , "Jú, ég hannaði meiriháttar Anti-Personal Jarðsprengju, en hvað gerðir þú í dag?" Og það furðulegasta við þennan bransa er, að þar vinna margir af mestu hugvitsmönnunum í tæknifögunum. Alveg svekkjandi.

Annars er svo listinn yfir næstu bækur svona:

Það má mikið vera ef ég kemst í gegnum þessar áður en síðasta Harry Potter bókin kemur út. En, það er ljóst að öllu verður droppað fyrir þá bók.

Þar á eftir koma svo

Úff...Eins gott að veðrið verði til friðs og þannig.