föstudagur, júlí 23, 2004

Einstein?

Er einhverjum öðrum en mér sem finnst þetta hálf-stjúbidd?

"Hunter stated that he saw Jones inject herself with EPO," IRS agent Erwin Rogers wrote in one of the memos quoted by the Chronicle. "Jones would inject herself in the front waist line area slightly underneath the skin. ... Initially, Hunter injected Jones because Jones did not want to inject herself in this location."

Nú, það var semsagt ekki injection slightly above the skin? Man, Rómverjar eru klikk!

 

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Hard days night

Aloha!

 
Þá er maður mættur í menninguna aftur. Ekki verður sagt annað en að ferðin til Brno hafi lukkast með afbrigðum vel. Reyndar á ég eftir að skila verkefninu, en við segjum að það gangi vel fyrir sig.
 
Ég flaug til Köben seinnipart föstudagins 9. Ég get skotið því hér að, að ég kann illa við þá þróun hjá Icelandair að vera seinir sí og æ. Nú, svo var maður mættur á Kastrup aftur klukkan 8 næsta morgun og flogið var til Prag og þaðan tekinn bílaleigubíll til Brno. Í Brno var tekið á móti okkur með kostum og kynjum og mikil veisla langt frammá kvöld. Það breytti þó ekki því að fyrirlestrar hófust stundvíslega klukkan 8:30 á sunnudagsmorgni. Fyrirlestrar voru svo sleitulaust til 18:30 síðdegis. Það er nú ekki laust við að heilinn hafi verið orðinn velsteiktur þá.
 
Þannig gekk þetta 3 dagana, en þriðjudagurinn var svokallaður kúlturdagur. Þá fórum við að sjá einhvern kastala, helli og bjórbrugghús og var það allt mjög gaman. Misgaman þó.
 
Herlegheitunum var svo slitið á fimmtudagsmorgun, þar sem allir nemendahópar þurftu að kynna sín verkefni.  Það gekk stórslysalaust hjá öllum, og eftir það var öllum gefinn tékkneskur bjór. (Ansi kom það á óvart, þeir HATA bjórinn þarna....)
 
Mætti svo sömu leið til baka til Íslands á föstudag þar sem Bjössi tók á móti mér og hann og Rúna buðu mér í mat. Ekki leiðinlegt. Magnað alveg að við borðuðum úti, í Kef. Ég er varla búinn ná mér enn úr undrun.   
 
Auðvitað fylgdi svo ágætisölvun, þar sem ég fór á þvílíkum kostum að ekki verður meira um það sagt hér.
 
Á laugardegi var hins vegar svo komið að mig vantaði far heim. Endaði það á að ég og Bjössi fengum að fljóta með drengjunum í Spútnik. Þar spilar Kiddi Ká á bassa þannig að það var fín ferð. Allavega miðað við að ég var þunnur, sat á kassa hálfa leiðina og að Kiddi spilar á fimm strengja bassa.
 
Ég býst svo við gleði um næstu helgi þar sem Árni bróðir og Kolla koma norður til að halda uppá tvítugsafmælið hans, og að Bjössi og Rúna og Kiddi og Unnur verða á svæðinu. Veisla....Eins gott að ég er í fríi um helgina. Hins vegar verður því ekkert úr rafting þessa helgina.
 
Jamm....Reyni að skrifa eitthvað af "viti", við tækifæri.

miðvikudagur, júlí 07, 2004

,....mediocre people do exceptional things all the time.

Súper sólarhringur í vinnunni. Ótrúleg flóra fólks sem hefur farið hér um. Í gær var hér hópur af Bretum og Könum, og Bretarnir voru ótrúlega skemmtilegir. Ein kellingin fór á þvílíkum kostum að hún hefði passað ágætlega í Fawlty Towers. Til að vinna niður gleðistuðulinn var aftur á móti íslensk leiðindakellling. Þar kom sér vel þolinmæðin sem ég er þekktur fyrir.

Rétt um 60 tímar í brottför í Tékklands. Æ læg idd.

Hmmppfff....Hér á Sauðárkróki byrjar landsmót ungmennafélaganna á fimmtudag. Og í tilefni af því var auðvitað komið hávaðarok hér í kvöld. Klikka ekki þessi landsmót. Stend enn við að ég er sáttur við að vera ekki hér um helgina.

Dem, ég er búinn að vera með Indian sunset með Elton John á heilanum þessar síðustu nætur. Og það sem verra er að ég man ekki nema 3 eða 4 línur úr laginu sem ég endurtek í sífellu. Öldungis ágætt.

Síðar.



mánudagur, júlí 05, 2004

Getur verið...?

Ég var rétt í þessu að átta mig á því að Luis Figo er í raun Sam the Eagle úr The Muppet Show. Man, hvað þeir eru líkir. Af hverju hefur enginn íþróttafréttamaður minnst á þetta?

laugardagur, júlí 03, 2004

Brennið þið vitar ???

Það er ljóst að Óttar bakari mun seint ráða mig til starfa hjá sér.

Þó að ég sé yfirleitt nokkuð stoltur af brauðinu sem ég baka hér á hótelinu á nóttunni, þá er ljóst að það sem skilaði sér úr ofninum áðan verður seint talið flott brauð. Ég vona þó að það sé ætt.

Það er frekar súrt að vera að vinna núna. Árni bróðir og Kolla kærastan hans mættu í bæinn í gær, og svo er golfmót DHL haldið hér um helgina, þannig að stórmennið sjálft, Sigurjón, er mættur til leiks.

Ég hlakka mikið til að klára þessa vakt, þar sem Árni ætlar að sjá á mér aumur og lána mér annann gítarinn sinn yfir sumarið. Rafmagnsgítarinn varð fyrir valinu, og þar með er friðurinn úti. Flösuþeytingur, óje...

Mikið óskaplega er ég að verða þreyttur á þessu þrasi í pressunni hér. "Bla,bla,bla,bla,bla.......". Og ekki er það til að bæta það að venjulega er ég nývaknaður þegar ég er að horfa á Ísland í dag. Afskaplega súrir stjórnendur og ekki er "morgunfýlan", sem örsjaldan lætur á sér kræla hjá mér, til að bæta áhorfunina. Reyndar alveg bráðfyndið að mæta í vinnuna klukkan átta að kveldi og vera urrandi morgunfúll. Venjulega er ég auðvitað ótrúlega glaðlyndur nývaknaður.

Sex vaktir í Tékklandsför. Ég er staðráðinn í því að hvorki sofa yfir mig í flugið, né að hafa yfirvigt. Ég er reyndar farinn að hafa smá áhyggjur að þetta séu einhverjir heilar sem verða þarna. Maður er meira í ungmennafélagsandanum, þ.e. að vera með, og því spurning hvort að maður fitti inn. Ó jæja, það kemur í ljós.

Elvis was a cajun.