þriðjudagur, júní 28, 2005

Straight to hell

Hér má finna vídeó-fæl með viðtali við Tom Cruise. Ég mæli með að hoppa að 7:40 markinu og sjá hvað hann hefur að segja. Ljóti sauðurinn.

Ferskur í dag. Tókst að snúa uppá hendina á síðasta vandamáli sem ég hafði í verkefninu. Jess! Magnað hvað lausnirnar eru alltaf auðveldar eftir á. Vonandi verður smúð seiling héðan í frá. (Gerist væntanlega ekki, en maður getur alltaf vonað...)

Lag dagsins er Harder to breathe með Maroon 5. Alveg ágætt.

mánudagur, júní 27, 2005

You see right through distorted eyes

Var að fá úr síðasta prófinu sem ég tek hér við skólann. Allt í allt nokkuð sáttur. Reyndar var ég búinn að hóta því að ef ég fengi ekki 11, þá myndi ég hlaupa nakinn framhjá skrifstofu rektors. Þar sem sú hótun var látin fjúka áður en ég reiknaði út einkunnina fyrir heimadæmi vetrarins, sem töldu 1/3, þá ætla ég að svíkja allt. Aldrei þessu vant drógu fjandans heimadæmin niður, þannig að ég segi að prófeinkunn gildir og ég verð ekki kærður fyrir ósiðsemi.

Annars er allt hlaupið í baklás í verkefninu. Eins og er lítur út fyrir að keyrsla á forritinu taki næstum 9 daga. Það er ekki alveg hraðinn sem ég er að leita eftir. Spurningin er hvort að maður láti vaða á eina slíka keyrslu til að sjá hvort réttar niðurstöður fást. Það væri alveg djöfullegt að komast að því eftir rúma viku að eitthvað er rangt, og þurfa því að endurhugsa algorithmann uppá nýtt. Ef allt klikkar, þá verður líklega ekkert annað að gera en spýta í lófana og skrifa fjandans forritið í C++. Það óhætt að segja að það ætla ég að reyna að forðast.

Lag dagsins er Emmit Remmus með Red Hot Chili Peppers.

sunnudagur, júní 26, 2005

There's gold in them hills

Meiriháttar að mæta í þvottahúsið á kollegíinu og finna eina þvottakörfuna botnfulla af hálfþornaðri ælu. Mmmm...

Það hefur stundum verið fjandi dapurt um að líta hér á kollegíinu eftir sumar stórar veislurnar, en ég held að ég hafi aldrei séð garðinn líta jafn djöfull illa út. DTU-nemar voru sumsé að fagna því að í gær var síðasti dagur annarinnar.

Ég tók því hins vegar rólega þar sem ég þurfti að hjálpa Hrönn og Fernando að flytja í dag.

Í tilefni þess er lag dagsins Moving out með Billy Joel.

föstudagur, júní 24, 2005

You've got to get yourself together

Gaman að sjá Buster Hymen fara mikinn í kommentunum í póstinum á undan.

Hér er alveg vel volgt í dag. Ég skrölti niður í bæ eftir hádegi og hitti þar Begga. Reyndar gæti maður sagt að ég ætti að hanga uppí skóla og læra, en ferðin verður skrifuð sem námsferð. Það fór þannig að forritið mitt keyrir óhugnanlega hægt, og því vantaði mig upplýsingar frá Begga um mögulegar lausnir. Það fór vel á því að ræða vandamálið á Nýhöfn.

Lag dagsins er Wise up með Aimee Mann.

miðvikudagur, júní 22, 2005

Clearly I remember picking on the boy

Eins pirraður og maður getur orðið á að finna massívar klaufavillur í því sem maður er að gera, þá verður að segjast að gleðin við að finna þær og leiðrétta á undan prófessornum er fölskvalaus.

Annars á nokkuð góðu gengi í verkefninu. Ákvað að reyna að vinna frekar skipulega til tilbreytingar. Það hefur þýtt slatta af útreikningum og texta sem endar í ritgerðinni, en engri forritun síðustu daga. Það fer brátt að breytast, og eitthvað segir mér að þá fari að þykkna lundin. Vona samt að þessi undirbúningsvinna skili sér.

Hér í Köben er búin að vera þvílík bongó blíða síðustu daga. Blíðan hefur auðvitað skilað sér í sólbruna.

Skrepp heim þann 8.júlí.

In the morning you go gunning

Smá pirraður núna.

Hlýtur að reddast.

ps. Mig vantar munnhörpur í fleiri tóntegundum. Ekki spurning.

þriðjudagur, júní 14, 2005

It was long ago, seems like yesterday

Lög dagsins eru:

Sekur - Start (Nístingskuldi, úti er kalt. Þvílík snilld í textagerð.)
Blood and Roses - Smithereens
Always - Shea Seger & Ron Sexsmith
Hit the lights - Metallica
Gimme Shelter - Rolling Stones
This House - Alison Moyet
Either side of the same town - Elvis Costello
Wheels - Cake
Við erum vatn en ekki vín - Sverrir Stormsker
Happiness is a warm gun - Bítlarnir
Slow emotion replay - The the

Jamm...Góður dagur frammundan.

sunnudagur, júní 12, 2005

but the mirror never failed you like this before

"Crowe var handtekinn í kjölfar atburðarins og var hann ákærður fyrir líkamsárás og ólöglegan vopnaburð - vopnið sem um ræðir var símtólið. Þurfti hann að dvelja í fangageymslum lögreglu í nokkrar klukkustundir áður en hann var færður fyrir dómara sem las yfir honum sakagiftir. Dæmt verður í máli leikarans í september næstkomandi." - (Tekið af mbl.is)

Ekki að ég sé að taka upp hanskann fyrir leikara sem kunna ekki að hemja skap sitt, en símtól sem vopn? Halló?

fimmtudagur, júní 09, 2005

Silver's meant to burn forever

Ég sá auglýsingu á kollegíinu í dag, þar sem verið var að auglýsa herbergi til útleigu. Tímabundið. Og helst vildi fólkið á ganginum fá Kínverja, en aðrir voru þó velkomnir að sækja um. Þannig lagað allt gott um það að segja. Mér skilst almennt að það fari lítið fyrir Kínverjunum sem hingað sækja í skóla, þannig að þeir eru væntanlega góðir nágrannar. (Fyrir utan þennan, auðvitað.)

Ég fór þó að hugsa um hvort að þetta þætti í sumum löndum vera mismunun. Mér datt allavega eitt land í hug þar sem ég er viss um að þetta þætti ekki kosher. (Hint: Vinur minn sem eitt sinn bjó þar, kallaði það síðasta kommúnistaríkið.)

Besta sjónvarpsefnið þessa dagana, og þættir sem ég reyni alltaf að sjá þegar tími gefst til, eru Mythbusters-þættirnir á Discovery. Þvílíkir snillingar sem þar eru á ferð. Og það er ekki laust við að mér detti stundum Jolli frændi minn í hug. Hann er reyndar ekki mikið í að sprengja hluti í loft upp, eða nokkuð í þeim stílnum, en það er álíka hugkvæmni. Toppþættir.

Hins vegar var í kvöld einhver jafnversta þýðing sem ég hef séð í seinni tíð í þessum þætti. Að þýða Vegeterian sem Dýralæknir, var ekki kúl. Vegeterian - Vetenerian, ekki svo stór munur þar?

Ahhh...Sú góða skemmtun frammundan að varpa c.a. 1000 hnitakerfum í eitt global hnitakerfi. Þeta og fí, enívonn?

Lag dagsins er Breaking the Chains með 80's þungarokksbandinu Dokken. Þetta ágæta lag var spilað á 1.des skemmtun Fjölbrautarskólans á Sauðárkróki í upphafi 10. áratugs síðustu aldar af súperbandinu JordMora. Var það í fyrsta og eina sinn sem JordMora spilaði opinberlega. Reyndar sprungu öryggi í miðju lagi, þannig að hljómsveitin varð að byrja aftur eftir að tryggt hafði verði að hægt væri að klára lagið. JordMora hafði uppi áform um að koma saman árið eftir, en eins og aldrei sagði þrjóska og listrænn ágreiningur til sín og ekki varð úr neinu. Ó vell...

miðvikudagur, júní 08, 2005

See the feathers fly

Holy [feces]!

Þetta þykir ásættanlegra en Holy Shit! á sumum bandarískum vefsíðum.

Aye Caramba!!!

þriðjudagur, júní 07, 2005

Roll over Beethoven

Hér er set-listinn frá Costello tónleikunum í Tívolí. Nokkuð breyttur frá tónleikunum í janúar. Hann tók góða útgáfu af You really got a hold on me.

mánudagur, júní 06, 2005

You can take all the tea in China

Það er rétt hjá Kananum. Þeir klikka ekki frekar en fyrri daginn.

Og fréttin um að PETA-samtökin væru að mótmæla kjötneyslu kom ekkert sérstaklega á óvart heldur. Ljótu sauðirnir.

föstudagur, júní 03, 2005

Paint it black

Jessss...Síðasta prófið yfirstaðið. Það gekk svona súpervel, og eftir að ég sá lausnirnar í dag, þá er þetta líklega fyrsta prófið sem ég sjéns í 13. Ég býst reyndar ekki við að það gangi eftir, en ef ég fæ undir 11, þá verð ég verulega fúll. Fínt að taka síðasta prófið með trompi.

Ég hélt að sjálfsögðu lítillega uppá próflok. Kíkti í bæinn með Bruno og Ernu. Það varð öllu lengra djamm en ég átti von á, og því var ferskleikinn ekki í fyrirrúmi þegar ég hjálpaði Ernu við að flytja í dag. Því er komið að því að leggja sig þannig að maður verði ferskur fyrir tónleikana með Elvis Costello í tívolí á eftir.

Sumarfest á Kampsax kollegíi á morgun. Veisla. Bissí tímar.

Lag dagsins er Persuasion með Tim Finn. Love it.

miðvikudagur, júní 01, 2005

By the banks of the mighty Bosphorus

Jæja.

Þá er síðasta prófið hér í DTU á morgun. Nema auðvitað að ég taki uppá því að falla. Ég reikna ekki með því. Prófið það arna er Wireless Communication. Þokkalega áhugavert fag, þó svo að ég viðurkenni að stemmingin fyrir faginu hafi ekkert verið þvílík í vor. Maður vill fara að snúa sér full-time að lokaverkefninu.

Það er ýmislegt áhugavert í þessu fagi. Reyndar er ég búinn að taka alla kúrsa sem koma á eftir þessum, þannig að þetta ætti að ganga þokkalega. Það er samt nokkuð gott að taka þennan til að setja þetta allt í samhengi. Gerir aðeins auðveldara að sjá system-aspekktið í hönnun á þráðlausum kerfum. Það er, ekki aðeins að hugsa um loftnetið, eða bara hugsa um að hanna móttakarann, heldur líta aðeins á heildina.

Á laugardaginn verður svo sommerfest hér á Kampsax-kollegíinu. Það hefur í gegnum tíðina verið eitthvert mesta svall ársins. Veisla! Ég býst við að the usual suspects mæti hér í miklum fjölda til að fagna próflokum. Og sumrinu, auðvitað.

Eftir helgina sný ég mér svo aftur að lokaverkefninu, og er það vel. Síðustu dagana áður en ég fór í próflesturinn gekk svo fjandi vel. Leiðbeinandinn reyndar öllu ánægðari við niðurstöðurnar en ég sjálfur, en það er líklega betra en að hafa það á hinn veginn. Nú er stefnan sett á að hafa tví-og þrívíðu reikniföllin til um miðjan mánuðinn. Ef það gengur eftir verður virkilega hægt að fara að skoða mismunandi loftnet. Tóm gleði.