By the banks of the mighty Bosphorus
Jæja.
Þá er síðasta prófið hér í DTU á morgun. Nema auðvitað að ég taki uppá því að falla. Ég reikna ekki með því. Prófið það arna er Wireless Communication. Þokkalega áhugavert fag, þó svo að ég viðurkenni að stemmingin fyrir faginu hafi ekkert verið þvílík í vor. Maður vill fara að snúa sér full-time að lokaverkefninu.
Það er ýmislegt áhugavert í þessu fagi. Reyndar er ég búinn að taka alla kúrsa sem koma á eftir þessum, þannig að þetta ætti að ganga þokkalega. Það er samt nokkuð gott að taka þennan til að setja þetta allt í samhengi. Gerir aðeins auðveldara að sjá system-aspekktið í hönnun á þráðlausum kerfum. Það er, ekki aðeins að hugsa um loftnetið, eða bara hugsa um að hanna móttakarann, heldur líta aðeins á heildina.
Á laugardaginn verður svo sommerfest hér á Kampsax-kollegíinu. Það hefur í gegnum tíðina verið eitthvert mesta svall ársins. Veisla! Ég býst við að the usual suspects mæti hér í miklum fjölda til að fagna próflokum. Og sumrinu, auðvitað.
Eftir helgina sný ég mér svo aftur að lokaverkefninu, og er það vel. Síðustu dagana áður en ég fór í próflesturinn gekk svo fjandi vel. Leiðbeinandinn reyndar öllu ánægðari við niðurstöðurnar en ég sjálfur, en það er líklega betra en að hafa það á hinn veginn. Nú er stefnan sett á að hafa tví-og þrívíðu reikniföllin til um miðjan mánuðinn. Ef það gengur eftir verður virkilega hægt að fara að skoða mismunandi loftnet. Tóm gleði.
<< Home