fimmtudagur, maí 19, 2005

End of the movie

Ég sá vikunni útsendingu frá einhverri öldungadeildarnefndar-yfirheyrslu frá kanalandi. Þar var mættur einhver breskur þingmaður, að ég held, til að svara fyrir meintann stuðning sinn við Saddam Hússein og hans kauða. Ég hafði svo sem lítið álit myndað mér á þessum manni fyrirfram, og hef heldur ekki stórar skoðanir á honum enn. Það sem mér fannst þó merkilegast var hverskonar skrípaleikur þetta var. Manni datt svona helst í hug að þessir blessaðir senatorar væru að hreinlega að þessu fyrir myndavélarnar. Það skyldi þó aldrei vera? Nei...

Þeir klikka ekki sumir karakterarnir sem maður hefur spilað körfubolta með í gegnum árin.

Og þetta skýrir auðvitað ýmislegt.