mánudagur, maí 16, 2005

I'm awake all the time

Aaaa...Ég eyddi gærdeginum í að lesa yfir næstum 100 síðna lokaverkefni í tölvuverkfræði fyrir Fernando. Fjandi mergjað verkefni um öruggt back-up kerfi. En, vá, hvað það getur gengið hægt að lesa efni sem maður hefur ekki fengist við sjálfur.

Sem minnir mig á, að Beggi skuldar mér enn eintak af verkefninu sínu. Hnuss...

Arsenal-Glazer Utd. um næstu helgi. Spurning um að kíkja á leikinn? Nei, engin spurning.

Ég sá í gær upptöku MTV á Foo Fighters tónleikunum sem ég var á í síðustu viku. Reyndar var ekki nema klukkutími sýndur, og satt að segja hefði ég gjarnan vilja sjá nokkur lög til viðbótar. Töluvert af nýju lögunum sýnt. Ekki það að það var ekkert að því sem sýnt var, ég hefði bara viljað hafa þáttinn lengri. Ófyrirgefanlegt að klikka á að sýna skógarferðina hjá Grohl útí áhorfendaskarann. Held að það verði seint leikið eftir.

Lag dagsins er I don't care anymore með Phil Collins. Sem minnir mig á, að sá ágæti maður ætti að reka þann sem hefur hannað plötuumslögin fyrir hann.