mánudagur, maí 02, 2005

I might recite a small prayer if I ever said them

Á föstudaginn var margumtöluð árshátið DTU. Án þess að vera eitthvað að teygja lopann, þá held ég að allir séu sáttir um að þetta var gott partí.

Tja, nema líklega Gunni, sem týndi miðanum sínum og kom því ekki með. En þau sem mættu voru almennt sátt.

Fríða myndaði heil ósköp, sem hér má skoða. Bráðfyndið hvað allir voru orðnir berjabláir um munninn. Það hefur ekkert með það að gera að rauðvíninu var rúllað inn á brettum.

Kíkti aðeins til Bruno í gær, en kallinn varð þrítugur. Hjá honum var heljarveisla, en ég stoppaði stutt. Helvítis pestin er en að herja á mig, og því fannst mér nóg eitt djamm um helgina. Reyndar athyglisvert, að það er því líklega pestinni að þakka að ég er ekki með timburmenn á 1. maí núna í fyrsta skipti í 4 ár. Sem að er svo afmælisveislunum hjá Bruno að kenna.

Mánuður í próf í wireless communications. Ótrúleg gleði þegar það próf verður búið og einungis verkefnið eftir. Það verður auðvitað töluverð gleði þegar hlutirnir fara að virka aðeins betur í verkefninu, en það kemur (vonandi).

Lag dagsins er Sailing Ships með Whitesnake.