Diary of a Madman
Síðasta föstudagskvöld var Skagfirðingakvöld á Players í Kópavogi. Þar spiluðu nokkrar hljómsveitir og var víst gott djamm. Ein hljómsveitin var kommbakksveitin John Wayne, og var víst gerður góður rómur að henni. Í sveitinni eru Kristján á trommum (tjiss!), Kristinn á bassa, Arnbjörn á hljómborð, Arnar á gítar og Sr.Fjölnir syngur. Það er ljóst að mér finnst hið versta mál að hafa orðið af sveitinni spila lög eins og Here I go Again, Sekur, Cover Me, og hið frábæra Modern Talking-lag, Brother Louie.
Svona í alvöru? Brother Louie?
En allavega vonast ég til að sjá vídeóið af sjóinu.
Það er magnað, að þegar maður fer að lesa net-doktora, hvað maður getur greint sjálfann sig með mögnuðustu sjúkdóma. Flæktist inná svona síðu fyrr í dag, og þegar ég hrökklaðist út, þá var mér skapi næst að hringja beint í 112. Hætti þó við það og skrapp á körfuboltaæfingu í staðinn. Ég komst í gegnum hana nokkuð heill, þannig að líklega var þetta misgreint hjá mér.
Þetta minnti mig á þegar við dimmiteruðum. Fyrir margt löngu. Þá vorum við keyrð um bæinn á dráttarvél með kerru og vorum í bransanum að vekja kennara um miðja nótt og hella í þá landa. Gúdd tæms. Nema, að aðalsportið hjá nokkrum okkar, var að hoppa af kerrunni á ferð, þannig að við gætum verið fyrstir til að banka hjá kennurunum. Fyrstu 3-4 hoppin tókust ekkert sérlega vel, kannski sökum eilítillar ölvunar, en svo fór þetta allt að koma.
Svo fór að fleiri fóru að taka þátt í þessu royal sporti, og eðlilega með enn verri árangri. Líklega þar sem ölvun fór ekki minnkandi með morgninum. Svo að þegar ein stúlkan datt og malbikið rak sig í höfuðið á henni, sáum við Tjörvi Berndsen fulla ástæðu til að beita öllum trikkunum sem við vorum nýbúnir að læra á skyndihjálparnámskeiði. Ég fullvissa alla, að við vorum mátulega sannfærandi þegar við töldum upp góðar og gildar ástæður fyrir stúlkuna að leggjast sjálf í læsta hliðarlegu. Þvílíkir sauðir. En svona er nú hugsað um náungann fyrst.
Í fyrrasumar var sett á stað átakið "Tannþráður 2004". Vegna gríðarlega óholls lífernis (vinna á nóttunni, vakna í kvöldmat, fara að vinna, éta upphitaða steik á hótelinu uppúr miðnætti, éta gotteríðið í lobbýinu milli 5 og 6, o.s.fr), þá breyttist það átak fljótlega í "Sekkur - 7tonn".
Það er spurning um að gera tilraun við átakið "Tannþráður 2005", svo að maður geti verið í Beivodds-pakkanum á ströndinni í sumar. Þ.e., þá sjaldan að maður kíkir uppúr bókunum.
Allir þeir sem voru hjá Bruno á laugardagskvöld fá mínus rokkstig fyrir að hafa slátrað öllum þeim Bítlalögum sem spiluð voru, en hafa komist í gegnum Hit Me Baby One More Time áfallalaust. Þó að það sé ágætt lag, þá er þetta mjög, mjög slæmt afspurnar.
Lag dagsins er Blood and Roses með Smithereens.
Hljómsveit dagsins er móst deffinittlí ekki Modern Talking.
<< Home