Miles above the Mountains and Planes
Hvað eiga Ozzy Osbourne, Paul Weller og Finn bræðurnir sameiginlegt? Allir tónlistarmenn sem ég hef haldið uppá í gegnum tíðina. Og allir hafa náð að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum í Kaupmannahöfn, mér til sárrar gremju.
Ozzy hefur tvisvar náð að aflýsa. Í fyrra skiptið fékk gítarleikinn taugaáfall. Minnir mig að útskýringin hafi verið. Jamm, taugaáfall, wink, wink... Í seinna skiptið drap kallinn sig næstum því á fjórhjóli í Englandi. Svona grínlaust, Ozzy Osbourne á fjórhjóli? Hafiði séð manninn ganga? Eða staulast réttara sagt. Fine motor-movements, I daresay.
Paul Weller fór í fýlu vegna dræmrar miðasölu, og hefur ekki reynt að koma til Danmerkur síðan. Mér er skapi næst að kenna Dönum um þá vitleysu. Er þó við það að verða búinn að jafna mig á því svekkelsi. Enda ekki nema 3 ár síðan.
Nú síðast voru það Finn bræður sem aflýstu. Það var ótrúlega súrt, þar sem þeir bræður koma ekki það oft til Evrópu, og því síður að þeir haldi tónleika utan Englands.
Þó er varla hægt að vera með móral útí bræðurna, þar sem ástæðan fyrir þessu hjá þeim að fyrrum trommari Crowded House, Paul Hester, framdi sjálfsmorð.
<< Home