Svarti Demanturinn.
Ómar Kjartans frændi minn og Binný konan hans buðu Mömmu, Pabba og mér í mat í kvöld. María systir mín var að vinna, eins og aldrei, og komst því ekki með. Hún varð því af marineruðum saltfisk, rækjum, gæs og lunda. Veisla. Eftir að hafa veitt nýversluðu sjónvarpi frænda míns blessun mína rölti ég í bæinn. Ég gékk fljótt heim aftur úr bænum, þar sem ég þekki engann í bænum.
Það er reyndar í góðu, þar sem ég er með The Beatles Anthology hér heima. Önnur veisla. Jamm...Maður kemur aldeilis miklu í verk í páskafríinu.
Það er ljóst að ég mun ekki safna frímerkjum. Ég mun safna hljóðfærum. Og efst á listanum er sekkjapípa. Eruði að grínast með svalt hljóðfæri? Sérstaklega þar sem sekkjapípan var í aðalhlutverki í 'So I married an axe murderer'. Einstök mynd. Hver gleymir "Piper's down" atriðiðinu? Anyways...
<< Home