Sue me if I play too long
Það er búið að ganga frekar rólega þessa vikuna með verkefnið. (Mikið finnst mér ég alltaf vera að segja þessa sömu setningu.) Reyndar kíkti ég á fyrirlestra á þriðjudaginn sem kenndu okkur að sækja um vinnu. Reyndar held ég að eftir fyrsta fyrirlesara hafi flest okkar verið sammála um að við fengjum aldrei vinnu. Sú sagði svona þúsund sinnum að þeir vildu bara toppfólk með toppeinkunnir. Er að spá í að sækja um hjá þeim bara til að vera með leiðindi.
Þessa dagana berst ég við að nota aðferðirnar sem ég fékk til að virka í einni vídd til að virka í þrívídd. Eða allavega tvívídd til að byrja með. Teorían er kannski ekki svo alslæm, en það læðist að mér sá lúmski grunur að praktísk vandamál verði allnokkur. Á sama tíma er ég að vinna við commercial forrit sem á að reikna út strauma á loftnetunum. Auðvitað er tómt vesen að láta það forrit eiga samskipti við forritið sem ég er að skrifa. Jamm, gúdd tæms.
Já, og ég vil endilega þakka vinstra hnénu á mér fyrir gríðarlega skemmtun síðustu daga. Djöfuls drasl.
Aaaa...Ágætt að ergja sig aðeins.
Fékk þessa fínu bók frá Amazon í dag. Radar Systes Analysis and Design using Matlab. Súper bók sem fer beint á náttborðið, en fjandi var danska ríkið grimmt á tollinum. Urrr.
Ansi er þetta til að auka dugnaðinn við lærdóminn á kvöldin.
Lángbesti dreingurinn mætir í dalinn um næstu helgi. Þann 18. þessa mánaðar, til að vera nákvæmur á því. Ég bið dalverja að sjá fyrir góðu veðri.
Lag dagsins er Deacon Blues með Steely Dan. Bjór fyrir þann sem veit hvaðan hljómsveitarnafnið er komið.
<< Home