laugardagur, febrúar 26, 2005

Tvohundruðasti og tólfti lestur.

"Nú er loks komið að því....", hugsaði Bjergvin með sjálfum sér. Og var þar hugað til ríkidæmisins sem hann hafði ávallt dreymt um. Þóttist hann heppinn að hafa keypt réttinn að rekktálrörinu fyrir einn kaldann á námsárunum í Höfn.

En ríkidæmið var ekki alveg handann við hólinn.

Jónfreður H. Mikjálssen, kauffélagsstjóri, var lánggráðugasti dreingurinn í dalnum. Og tók hann ekki í mál að selja vöruna í umboðssölu. Tók hann afar ílla í málaleitan Bjergvins stúdents þegar málið var tekið upp á fundi þeirra. Hafði Jónfreður leingi haft illa bifur á Bjergveni, og ljóst var að ekki skyldi Bjergvin verða að ríkum dreing í dalnum meðan hann væri kauffélagsstjóri.

En einmitt um það leyti er lokað var á viðskiptareikning Bjergvens, kom Arinbjörn hinn úngi, ásamt frænda sínum Arinleifi hinum miðalra á bæ. "Bjergvin, Bjergvin ! Ég er með lausnina á vandamálinu. Setjumst niður og ræðum málið." Við þessa uppástúngu létti fyrir Bjergveni, "Jú bíddu við. Ég sæki kaldann......".