miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Principal planes

Brá mér í bæinn í dag. Hitti Bjössa og við spiluðum púl. Það gekk ekki alveg jafnvel og síðast, en ég get þó sagt að í heildina var ég að spila gríðarlega vel. Bjössi setti mig hinsvegar illa útaf laginu með því að leggja snóker á krítískum tíma. Ég brást afar illa við slíkum bolabrögðum og tapaði tveimur leikjum í röð. Eftir púl komum við hingað á kollegíið og fórum í músíkherbergið. Þar voru standardarnir teknir vinstri og hægri. Hið besta mál, ávallt traust að taka aðeins í hljóðfærin.

Annars var það ákveðið í dag, að loksins henda útvarpssögunni alræmdu hér á síðuna. Fyrsti lestur mun fylgja hér á eftir, og svo restin þegar ég nenni. Það held ég nú.