þrjúhundruðsextíuogáttaþúsundasti fimmhundruðastiogellefti lestur útvarpsögunnar um ferðir þeirra Bjergvins og Arinbjernar ...
"Það þýðir ekki að slá slöku við" þrumaði Arinbjern yfir Bjergvini sem hafði sest á þúfu og neitaði að halda áfram. "Kaupafreður ...", sem þeir Arinbjern og Bjergvin jafnan kölluðu Jónfreð Kauffélagsstjóra eftir að hafa feingið sér nokkra kalda, "... er væntanlega búinn að komast að því að við séum farnir núna, og er áræðinlega á eftir okkur með Kú Klúx Kahn geinginu. Drattastu á lappir letingjinn þinn og gríptu til vopna, eða leggstu niður og lúttu í gras. En ekki hindra mig í að berjast gegn hinum ílla Kaupafreði með því að flýja eins og fætur toga."
Við þessa eldræðu leit Bjergvin upp og dæsti, "Þú ert asni Arinbjern" og velti sér að því búnu yfir á bakið á lá kylliflatur milli tveggja þúfna. "Ég held að ég liggi aðeins leingur, enda er ekkert sem fær bjargað oss nú nema..." Áður enn Bjergvin náði að klára, heyrðust hófatök hesta Kaupafreðs og Kahn fjölskyldunnar handan við hæðina. Arinbjern leit á Bjergvin með skelfingssvip. "Við erum allir" sagði Bjergvin rólega og var um leið hugsað til þess hversu góð þessi setning myndi hljóma á Engilsaxnesku. "We are everybody", endurtók Bjergvin og hló með sjálfum sér á meðan Kaupafreður og ílla geingið hans nálgaðist óðfluga.
<< Home