laugardagur, febrúar 26, 2005

Kveðskapur?

Djöfuls kvefpest búin að herja á mig í dag. Hreint ekki svo skemmtilegt.

Fór og hitti Kidda K. og félaga hans í Spútnik í bænum í gær. Þeir stoppuðu í Köben á leið sinni til Álaborgar, þar sem þeir eru að fara að spila á þorrablóti. Kiddi kom sterkur inn og bauð mér í mat. Eggsellent.

Fann þessar tvær vísur. Gríðarlega vel ort hér.

Hvernig var dylan ?
með beran tillan ?
fórstu á billann ?
og fékkstér einn kaldann ?

Grátt hann lék'ann
greyið Beckham
Það ætti að flengja'n
helvítið hann Tristan

Þetta er frá þeim tíma þegar kveðist var á netinu. Oft var eftirfarandi haft í fyrirrúmi:

Í ljóðagerðinni verður að líta
lögmálunum stundum undan
Setjast niður, hugsa og skíta
Og fara síðan og fá sér einn kaldann

Lag dagsins er tvímælalaust That's All með Genesis.